Hvenær og hvernig á að umhella víni?

Umhelling á víni er þegar víni er hellt úr flösku yfir í karöflu. Umhelling á víni er því miður sjaldgæf og það mætti heldur betur bæta úr því. Margir velta fyrir sér hvenær maður ætti að umhella víni og hvaða vín njóta góðs af því eða hvort það sé jafnvel bara smekksatriði hvers og eins. Fyrir góða umhellingu er nauðsynlegt að eiga almennilega karöflu. Okkur þykir notkun karöflunnar afar mikilvæg þegar kemur að góðum vínum, þess vegna bjóðum við upp á glæsilegt úrval karafla.

Það er algengur misskilningur að rauðvín sé eina vínið sem gott er að umhella. Í rauninni snýst það meira um aldur og uppbyggingu vínsins heldur en litinn. Við getum umhellt öllum þeim vínum sem njóta góðs af því að eldast. Þar á meðal rauðvíni, hvítvíni og meira að segja kampavíni. Þegar víni er umhelt sýnir það oftar meiri karakter í bragði og í tilfelli rauðvína hjálpar umhelling til við að mýkja og jafna tannín.

riedel amaedo vinkarafla

Af hverju að umhella víni?

Upprunalega var talið að aðeins þyrfti að umhella þroskuðum eldri vínum í þeim tilgangi að skilja vínið frá botnfallinu og einnig til að lofta varlega um það eftir mörg ár í flöskunni. Í rauninni er ekkert að því að drekka vín með botnfalli en vínið verður skýjað og getur framkallað biturt bragð og skrítna áferð. 10 ára vín og eldri eru iðulega talin sem þroskuð vín.

Yngri vín njóta einnig góðs af umhellingu en við umhellingu á þeim tekur vínið í sig súrefni sem gerir það mýkra og aðgengilegra. Einnig kallar það fram ilmi og brögð sem afhjúpa margbreytileikann í víninu. Kolsýra er aðal varðveisluþáttur víns. Þegar vínið fær súrefni leysir það um kolsýruna sem flýtir öldrunarferlinu á árangursríkan hátt og framkallar vínilminn hraðar.

zalto glös og karafla

Hvernig skal umhella vínum?

Þroskuð vín (eldri en 10 ára):

Þroskuðum vínum skal umhella blíðlega með aðgát. Til að aðskilja botnfallið frá víninu er best að láta flöskuna standa upprétta í sólahring fyrir umhellingu. Þegar þroskuðu víni er umhellt er víninu hellt hægt og mjúklega í karöfluna án þess að nokkuð botnfall fari úr flöskunni. Leyfðu víninu að flæða mjúklega niður veggi karöflunnar svo það lofti um það smám saman. Mikilvægt er að öllu víninu sé hellt í einu svo botnfallið blandist ekki víninu. Gott ráð er að láta ljós skína upp í gegnum flöskuna, til að fylgjast með botnfallinu og hvenær skal hætta að hella.

Yngri vín (yngri en 10 ára):

Þegar kemur að yngri vínum er mælt með að gera algjörlega andstæðuna. Oftast er ekki botnfall í ungu víni svo tilgangurinn er að losa um eins mikið af kolsýru úr víninu og fá eins mikið súrefni í það og mögulegt er. Þannig flýtum við fyrir þroska vínsins. Þá er flöskunni snúið á hvolf og sturtað hratt í karöflunna, helst þannig að það framkalli þykka froðu.

zalto vínglös

Eftir umhellingu er auðvitað kominn tími á að fá sér glas en spurningin er hversu lengi bíður maður með að fá sér eftir umhellingu. Því miður er ekkert eitt rétt svar við þeirri spurningu en því eldra sem vínið er því styttri tíma þarf það til að rétta sig við. Þú vilt alls ekki umhella víni sem þú ætlar þér ekki að drekka alveg eins og þú myndir ekki skilja vínflösku opna yfir nótt því hún myndi oxast á meðan.

Hvað varðar þroskuð vín skal umhella þeim í minnsta lagi klukkutíma áður en það er drukkið. Ef þroskuðu víni er hellt of kröftuglega getur það leyst upp léttari karaktera líkt og ávöxt og blóm en að umhella víninu of snemma getur gert slíkt hið sama.
Yngra víni skal umhella í minnsta lagi nokkrum tímum fyrir neyslu. Hinsvegar ef þú ert að nota tvöfalda karöflu eins og Amadeo frá RIEDEL getur þú umhellt rétt áður en þú drekkur vínið vegna þess að karaflan sér um alla vinnuna.

Svo er það bara að njóta vínsins til fulls!

Hér má sjá úrval okkar á karöflum: https://mdesign.is/vorur/bordbunadur/karoflur-konnur/