Black garlic í eldamennsku

The original black garlic

Black garlic, eða eins og við kjósum að kalla hann, svartlaukur, er hrár hvítlaukur sem hefur þroskast við háann hita og raka í langan tíma. Meistarakokkar hafa vakið athygli á honum á heimsvísu enda er þetta lúxus hráefni sem mikið er notað á fínni veitingastöðum. Svartlaukur er algjörlega frábrugðinn hreinum hvítlauk. Hann er hágæða ofurfæða með mildu bragði en mikilli dýpt, einskonar sætt/saltað ‘’umami’’ bragð með vott af melassi, balsamik, karamellu og döðlum. 

Árið 2008 átti Katy Heath lítið innflutningsfyrirtæki. Í gegnum það fyrirtæki hitti hún kóreskan birgja sem spurði hana hvort hún hafi heyrt um kóreskan þroskaðan hvítlauk. Þar sem hún er fædd og uppalin í Bretlandi, kannaðist hún ekki við hann. Katy bað um að fá sýnishorn af svartlauknum til að smakka og bragðið greip áhuga hennar samstundis. Hún prófaði svartlaukinn fyrst í bolognese sósu og komst að ljúffenga og einstaka eiginleika hans. Hann bragðbætti sósuna rosalega, en án þess að yfirbuga hana. Katy byrjaði að framleiða svartlauk strax sama ár.

Svartlaukur var mjög spennandi innihaldsefni fyrir Katy en það er sjaldgæft að finna nýtt innihaldsefni sem hefur svona langa sögu. Katy lærði allt sem hún gat um svartlauk en hún ferðaðist til eyjunnar Jeju í Kóreu sem er talin upprunastaður hans. Í Kóreu er svartlaukurinn heldur notaður sem heilsuvara frekar en hráefni í matargerð. Enda býr hann yfir sömu frábæru heilsubætandi eiginleikum og ferskur hvítlaukur, en án sterku lyktarinnar og bragðsins.

Svartlaukurinn frá The original Black Garlic er vandlega valinn, hágæða, hrár hvítlaukur sem hefur verið faglega þroskaður með einungis hita og raka í mjög langan tíma. Útkoman er ljúffengur svartur hvítlaukur sem veitir æðislegt bragð í matargerð eða sem hollt og bragðgott snarl. 

Black garlic til heilsubætingar

Í aldaraðir hafa heilsubætandi eiginleikar hvítlauks verið þekktir um heim allan. En það sem ekki er víða vitað er að svartlaukurinn hefur enn öflugri eiginleika en hrái hvítlaukurinn. Black garlic er nefnilega sannkölluð ofurfæða. Við framleiðslu svarta hvítlauksins minnkar efnasambandið allisín sem framkallar sterku lyktina af hráum hvítlauk en eykur framleiðslu á öðrum efnasamböndum líkt og SAC. SAC er öflugt andoxunarefni sem líkaminn á auðvelt með að taka við.  Heilsubætandi eiginlegar svartlauks eru m.a. eftirfarandi:

  • Eflir hjartaheilsu – dregur úr kólesteróli í blóði.
  • Styrkir ónæmiskerfið – berst gegn sýkingum og flensum.
  • Bætir heilsu heilans – viðheldur góðu minni og dregur úr bólgum í heila.
  • Kemur jafnvægi á blóðsykurinn – hátt magn andoxunarefna í svartlauknum gæti komið í veg fyrir fylgikvilla sykursýkis.
  • Getur hjálpað við að vernda lifrina gegn skaða frá lyfjum, eiturefnum, sýklum og áfengi.

Black garlic í eldamennsku

Við hjá Reykjavík Design bjóðum upp á þrjár mismunandi vörur eða útfærslur af svartlauk. 1 heill svartlaukur, afhýddir svartlauksgeirar og svartlauksmauk. Það er ekkert mál að finna þá útfærslu af svartlauk sem hentar í hvern rétt fyrir sig. Möguleikarnir eru endalausir með svartlaukinn en hann er hægt að nota í bakstur líkt og eldamennsku. Það er meira að segja ljúffengt að borða hann einann og sér. Hér að neðan nefnum við nokkra möguleika ásamt gómsætum uppskriftum.

15 leiðir til að nota black garlic í eldhúsinu

  1. Svartlauksmauk blandað við sojasósu og chilli gerir ljúffenga ‘stir-fry’ sósu fyrir t.d wok réttinn.
  2. Saxaðir svartlauksgeirar blandaðir við rjómaost og kryddjurtir mynda gómsæta ídýfu.
  3. Svartlauksmauk og olía gera góða marineringu sem gott er að setja á fisk, kjúkling eða tófú fyrir steikingu.
  4. Að bæta svartlauks geirum út í bolognese sósu eða chilliréttinn gerir kraftaverk fyrir bragðlaukana.
  5. Maukaðu nokkra svartlauksgeira og blandaðu við kjötbollu eða grænmetisbollu blönduna.
  6. Toppaðu salat með þunn skornum svartlauksgeirum.
  7. Að bæta smá mauki á ostinn á ristaða brauðinu getur gert gæfumuninn! 
  8. Bræddu dökkt súkkulaði og dýfðu svartlauksgeirum ofan í það til að búa til ljúffengt sætindi. 
  9. Blandaðu svartlauksgeirum eða mauki við majónes og berðu fram með hamborgara og frönskum.
  10. Bættu nokkrum svartlauksgeirum við kartöflu eða blómkálsgratínið.
  11. Paraðu svartlauk með osti á ostabakka.
  12. Bættu smá vatni við nokkra svartlauksgeira og blandaðu þeim svo við gæða ólífuolíu og fáðu góða salatdressingu.
  13. Blandaðu maukuðum svartlauksgeirum við heimagerða pizza eða pasta sósu.
  14. Skelltu ljúffengum svartlauksgeira beint upp í munn og njóttu!
  15. Prófaðu þig áfram því svartlaukurinn passar með nánast öllu!

Svartlauks hummus

Það ættu allir að þekkja hummus, enda er hann orðinn mjög vinsæll hér á landi. Hummus er hægt að nota í svo margt. Hann er settur á ristað brauð, á samlokur, á veislubakkann, á ostabakkann og mikið notaður sem meðlæti. Hann hentar í rauninni við hvaða tilfelli sem er. Hummus er hægt að útfæra á fjölmarga vegu og það er algjörlega hægt að leika sér með grunn uppskriftina og sníða að þörfum hvers og eins. Byrjum á því að skoða grunn uppskrift af hummus sem svo er hægt að bæta í þeim hráefnum sem hugurinn girnist.

  • 400 gr dós af kjúklingabaunum (250 gr eftir að safanum er hellt úr)
  • 3 tsk sítrónusafi
  • ⅔ tsk kúmen
  • 1 stór hrár hvítlauksgeiri
  • 8 msk vatn
  • 2 msk ólífuolía
  • 1 msk tahini
  • 30 g afhýddir svartlauksgeirar
  • ½ tsk af salti eða eftir smekk

Öllum hráefnum skellt í matvinnsluvél og blandað saman. 

Hér eru svo fleiri hugmyndir að útfærslum á þessari grunn uppskrift:
https://www.blackgarlic.co.uk/blackgarlichummus

Fullkomin sósa

  • 400g laukur, saxaður
  • Smá ólífuolía + 1 msk smjör
  • 1 tsk ferskt timían, saxað (eða ½ tsk þurrkað)
  • 1 tsk fersk salvía, vel söxuð (eða ½ tsk þurrkuð)
  • 1 tsk estragon lauf, vel söxuð (eða ½ tsk þurrkuð)
  • 1 L kjúklingakraftur
  • 1 tsk sellerí salt
  • 100g svartlauks geirar
  • Svartur pipar eftir smekk
  • 4 tsk sherry
  • 100g smjör

Aðferð má sjá hér: https://www.blackgarlic.co.uk/gravy

Bragðgott tagliatelle

  • 2 skammtar af tagliatelle (eða öðru pasta)
  • 10 miðlungsstórir kastaníusveppir, sneiddir
  • Örlátur hnappur af smjöri
  • 6 msk sólþurrkaðir tómatar, skornir þunnt
  • 10 svartlauks geirar, skornir í tvennt
  • 300 ml rjómi
  • Salt og pipar eftir smekk
  • Valfrjálst: klípa af chiliflögum, timíanlauf (steikja þau með sveppunum)
  • Rétturinn toppaður með: 2 msk ferskur saxaður graslaukur, basil laufum, rifinn ostur.

Aðferð má sjá hér: https://www.blackgarlic.co.uk/tagliatelle

Hægelduð lambasteik með sveppasósu

  • 1 lamba steik
  • 2 kg blandað grænmeti (t.d grænar baunir, gulrætur, kartöflur, rauðrófur)
  • Ólífuolía, salt og pipar
  • Rósmarín
  • Handfyllir af svartlauks geirum
  • 4 msk svartlauks mauk

Sósa:

  • 50gr sveppir
  • ⅓ L rjómi
  • 2 msk svartlauks mauk
  • Salt og pipar
  • 2 msk sæt sojasósa

Aðferð má sjá hér: https://www.blackgarlic.co.uk/lambroast

Vegan Lo Mein

  • 2 skammtar af óelduðum vegan núðlum
  • 2 msk sesamolía
  • 1 lítill rauður chili (takið fræin úr fyrir mildari rétt)
  • 1 msk fínt rifið engifer
  • 300g spíralað grænmeti eftir smekk (t.d gulrætur, kúrbítur ofl.)
  • 1 msk svartlauks mauk
  • 3 msk létt sojasósa
  • 1-2 msk Mirin hrísgrjónavín (valfrjálst)
  • 8 saxaðir svartlauks geirar
  • 2 vorlaukar

Aðferð má sjá hér: https://www.blackgarlic.co.uk/lomein

Kjúklingaspjót með svartlauks satay sósu

  • 6 beinlausar kjúklingabringur
  • Salt og pipar

Svartlauks satay sósa:

  • 1 meðalstór laukur, saxaður
  • Skvetta af ólífuolíu
  • 1 dós kókosmjólk (400ml)
  • 4 teskeiðar hnetusmjör
  • 2 matskeiðar létt sojasósa
  • 2 rauðir ferskir chili, fræin tekin úr (eða góð klípa af chiliflögum)
  • 30gr svartlauks geirar eða mauk
  • 1 msk sítrónusa

Aðferð má sjá hér: https://www.blackgarlic.co.uk/chickenskewers

Súkkulaði svartlauks muffins

  • 200gr suðusúkkulaði, saxað
  • 140gr hveiti, sigtað
  • 2 tsk lyftiduft
  • 150gr fínmalaður sykur eða flórsykur
  • 35gr kakóduft, sigtað
  • 1 egg
  • 16gr svartlauks geirar (um 6-8 stk), maukaðir
  • 120 ml grænmetisolía
  • 120 ml nýmjólk
  • 125gr sýrður rjómi eða hrein jógúrt
  • ½ tsk vanilludropar

Aðferð má sjá hér: https://www.blackgarlic.co.uk/muffins

Hinn fullkomni ostabakki

Katy hjá The original Black Garlic deilir með okkur hugmynd sinni að hinum fullkomna ostabakka.

  • Bretti sem grípur augað: Ferkantað, hringlaga eða hvað sem þú kýst. Viðarbretti, disk eða skurðarbretti.
  • Ostar: Mikilvægt er að hafa fjölbreytta osta með mismunandi áferðum og brögðum.
  • Kjöt: Hafa allavega tvær tegundir af kjöti t.d kryddpylsu, salami, parmaskinku.
  • Galdurinn: Black garlic, heilu laukarnir líta jafn vel út og þeir bragðast og þeir gera ostabakkann eftirtektarverðann. Afhýdda svartlauksgeira er einnig vel hægt að borða eina og sér. Ótrúlega gómsætir.
  • Brauð: Ferskt brauð, brauðstangir og úrval af ostakexi.
  • Skreyting: Leyfðu sköpunargleðinni að ráða för og leiktu þér með jurtir og ávexti.

Augljóst er að möguleikarnir endalausir með svartlaukinn og í rauninni er hægt að bæta honum við hvaða uppskrift sem er, enda er hann talinn vera þriðja kryddið, á eftir salti og pipar, sem eru auðvitað mikilvæg í alla matargerð. Við hvetjum ykkur til að prófa ykkur áfram með svartlauk enda teljum við hann algerlega ómissandi í öll eldhús landsins – og heimsins! Hér sérðu úrval okkar af vörunum frá The Original Black Garlic: https://mdesign.is/lifsstill/vorumerki/the-original-black-garlic/