Bomma – handblásin ljós úr Tékkneskum kristal

BOMMA, stofnað af Jiří Trtík árið 2012, er nútímalegur tilþrifamikill ljósaframleiðandi með höfuðstöðvar í Tékklandi, sem sérhæfir sig í handblásnum kristal ljósum. Bomma tekur hina hefðbundnu tékknesku list glerblásturs upp á annað stig. Með aldir af glerblásturs hefð í Austur Bohemia að baki, eru nú forréttindi fyrir Bomma að hafa gífurlegan fjölda hæfileikafólks og þá færustu í bransanum í þeirra liði. En í stað þess að einungis viðhalda þessum hefðum, stíga Bomma skrefi lengra og setja hæsta staðal nútímans í glerblæstri. BOMMA sameina óvenjulega blöndu af framtíðarsýn, hæfileikum, handverki, tækniþekkingu og ástríðu, allt á tilteknu augnabliki tímans.

Saga Bomma

Árið 1992, stofnaði Jiří Trtík fyrirtækið Bohemia Machine – fyrirtæki sem einbeitti sér að því að þróa háþróaða glertækni, með notkun sjálfvirkrar vélar fyrir vélrænan skurð. Efnahagshræringar höfðu áhrif á hefðbundnu glerframleiðslu miðstöðvarnar, þar á meðal Světlá nad Sázavou svæði Bohemia Machine. Margar stórar verksmiðjur náðu ekki að laga sig að breyttum markaðsaðstæðum. Þannig byrjaði þetta nýja og framsækna fyrirtæki að laða að sér marga af bestu hæfileikum iðnaðarins, margir þeirra frá fjölskyldum með kynslóðir glerframleiðenda.
Árið 2016 var BOMMA sett á laggirnar sem vörumerki sem sérhæfir sig í nýstárlegri hönnun og framleiðslu á nútímalegri glerlýsingu. Ólíkt móðurfyrirtækinu, leggur BOMMA eingöngu áherslu á handframleiðslu sem varðveitir hefðbundna handverkshefð. Samt sem áður, styðja þau handverksmenn sína með mjög nákvæmni tækniþekkingu, fyrirtækjamenningu nýsköpunar og samvinnu, auk möguleika á að vinna með hágæða efni í nútímalegri aðstöðu.

Yfirnáttúrulegt handverk

Martin Wichterle, eigandi BOMMA, útskýrir hér: „Sérhver stjórnandi segist vera stoltur af teyminu sínu og það er heillandi að fylgjast með allri glergerð. En að sjá handverksmenn okkar meðhöndla gríðarstóra hluti eða skera gler af mikilli nákvæmni er yfirnáttúruleg upplifun. Maður venst þessu aldrei.”

BOMMA urðu fljótt þekkt fyrir að framleiða handblásna glerlýsingu í gífurlegum stærðum. Vegna flókins handverks og líkamlegra krafna eru aðeins fáir slíkir umfangsmiklir hlutir framleiddir á hverjum degi. Einstakar kristalvörur eru síðan meðhöndlaðar af ýmsum reyndum handverksmönnum sem hver mótar þær nær þeirri fullkomnun sem óskað er eftir. Handverksmeistarar þeirra eru studdir af um 300 áhugasömum liðsmönnum í nýrri og nútímalegri framleiðsluaðstöðu sem þrífst á tækni sem þróuð var innan fyrirtækisins. Bomma framleiða nú 6 tonn af hreinum tærum kristal á hverjum einasta degi. Hátækni vélbúnaðurinn þeirra er sérsníðaður fyrir nákvæma bræðslu og mælingu sem gerir því handverksmönnum þeirra kleift að ná hámarks möguleika á handvirkum frágangi, bæta það sem alltaf var frábært og gera það glæsilegt.

Vörulínur og samstarf

Þessi andi sköpunargáfu, hugrekkis og nýsköpunar er nú sýnilegur í ljósa vörulínunum sem innihalda óhefðbundin efni, djarfa liti og nýjustu tækniframfarir í greininni. Með stöðugri fjárfestingu er núverandi glerverksmiðja BOMMA í Světlá nad Sázavou, Tékklandi, meðal nútímalegustu aðstöðum í Evrópu, sem nýtir sér tækni sem þau eiga einkaréttinn að. Þessi einstaka framleiðslugeta, sérhæfða hæfileikafólk og opnar nálganir drógu að sér bæði staðbundna og alþjóðlega arkitekta og hönnuði. BOMMA heldur einnig áfram að búa til sérsniðnar vörur fyrir þekkt lúxusvörumerki, sem og íhluti sem hafa reynst of krefjandi fyrir aðrar glerverksmiðjur. Sérstök verkefni skora á samstarfshönnuði, handverksmenn og tæknimenn BOMMA að fara út fyrir mörk þess sem hægt er. Meðal samstarfsaðila og viðskiptavina Bomma eru: Chanel, Dior, Louis Vuitton, Pilsner Urquell, Bel Epok og Zaha Hadid Architects.

Vörulínur Bomma í Reykjavík Design

Soap – töfrandi eiginleiki litbrigða

Soap vörulínan er hönnuð af ​​Ota Svoboda. Eftir nám við Glerskólann í Nový Bor varð hann hluti af hönnunar dúóinu Born in Bor. Árið 2013 gekk hann svo til liðs við Bomma. Þar sem hann var afar útlærður og hæfileikaríkur varð hann fljótlega yfirmaður vöruþróunar og aðal drifkraftur nýrrar hönnunarþróunar. Hann tók þátt í tækniframförum á hverri einustu vörulínu. Hann sameinar skapandi sýn sína við glerhandverk og tæknilega þekkingu.

Fjölbreyttir litir, gagnsæi, stöðugt breytileg form og einkennandi lögun sápukúla voru innblástur í þessari BOMMA vörulínu. Þegar kveikt er á ljósakrónunni verður málmgljáa yfirborð hennar ljómandi og hálfgagnsætt og afhjúpar kristalkarakter hennar. Öll Soap vörulínan er framleidd með því að nota tækni þar sem notaður er handblástur án forms. Þessi augljóslega fullkomni dropi af bráðnu gleri fær einstaka lögun og einstakt litróf. Meðal helstu kosta Soap Collection eru möguleikarnir á að búa til áhrifamiklar og fallegar samsetningar úr fjölda staka ljóskúpulla og sameina litasamsetningu þeirra. Soap er loftljós sem fæst stakt eða að þú getur leyft sköpunargleðinni að njóta sín og sett upp Soap ljósakrónu algerlega eftir þínu eigin höfði.

Hér getur þú sérpantað stakt Soap ljós og hér getur þú sérpantað og sett saman Soap ljósakrónu eftir þínu höfði.

Pyrite – glóandi steinn úr kjarna jarðar

Pyrite ljósin eru hönnuð af Studio Dechem sem var stofnað í Prag árið 2012 af Michaela Tomiskova og Jakub Jandourek. Þau kynntust fyrst í Novy Bor glerskólanum, þar sem þau urðu bæði ástfangin af elsta samsetta efni mannkynssögunnar. Á meðan Michaela hélt áfram að læra vöruhönnun við Akademíu Lista í Prag og síðar starfaði fyrir nokkrar virtar hönnunarstofur, hélt Jakub áfram að skerpa á kunnáttu sinni í ljósaiðnaðinum og sérhæfði sig í glervinnslu, tækni og framleiðslu. Síðan stúdíóið var stofnað hafa þau einbeitt sér að vöruhönnun og haft sérstaka áherslu á gler.

Þessi fallegu, vönduðu ljós eru handblásin úr blýlausum, tærum kristal. Hönnun Pyrite línunnar frá Bomma er innblásin af pýrít, gullna eldsteininum sem myndar fullkomna teninga. Silfur útgáfan af ljósunum endurspeglar innblásturinn frá þessum saltkristöllum. Með því að blása þessu lífræna efni í kalt form, skapa færar hendur glerframleiðendanna þessi einstöku ljós, í frumlegu og fullkomnu formi. Glimrandi yfirborð handblásnu kristalskubbanna er umlukið fáguðum stálplötum á þremur hliðum í annað hvort silfur- eða gull tónum. Pyrite línan skarar fram úr bæði í einstakri hönnun og hágæða hráefni. Pyrite er loftljós sem fæst stakt eða að þú getur leyft sköpunargleðinni að njóta sín og sett upp Pyrite ljósakrónu algerlega eftir þínu eigin höfði.

Hér getur þú sérpantað stakt Pyrite ljós og hér getur þú sérpantað og sett saman Pyrite ljósakrónu eftir þínu höfði.

Orbital – djarfar krossgötur vetrarbrautar

Orbital lína BOMMA dregur innblástur frá marglitum himintunglum sem glóa með dáleiðandi rauðheitum kjarna. Þessi sniðuga hönnun á munnblásnum kristal linsum, sem haldið er saman með málmfestingu, skapa heillandi sjónræna upplifun frá mörgum mismunandi sjónarhornum. 

Orbital vörulínan er hönnuð af Studio deFORM. Það er alþjóðlegt hönnunarstúdíó sem einblínir á vöruhönnun, skapandi og viðskiptalegum innsetningum og arkitektúr. Stofnendurnir Jakub Pollág og Václav Mlynář stofnuðu vinnustofuna árið 2011 á meðan þeir stunduðu nám við Lista-, arkitektúr- og hönnunar háskólann í Prag og Royal College of Art í London. Þetta margverðlaunaða fyrirtæki hefur unnið með ýmsum áberandi og alþjóðlegum viðskiptavinum og leitast eftir jafnvægi í starfi sínu á milli viðskiptalegra og sjálfstæðra skapandi verkefna með nýjum og nýstárlegum aðferðum. Václav Mlynář starfar einnig sem skapandi framkvæmdastjóri Bomma. Orbital ljósin koma bæði sem veggljós og loftljós, í glærum, svörtum, hvítum eða pastelbleikum lit. Val er um gyllta eða silfraða umgerð.

Hér getur þú pantað Orbital veggljós og hér getur þú pantað Orbital loftljós.

Sérfræðiþekking og vitneskja Bomma opnar nýjar dyr til hönnuða, viðskiptafélaga og einkaaðila sem skora stöðugt á tækniteymi og handverksmenn þeirra. Áhersla Bomma á nútímalega hönnun, framúrskarandi gler gæði og smáatriði færðu þeim fjölda verðlauna og heimsþekkingu á furðulega stuttu tímabili. Bomma njóta þess nú að vera í sérstakri stöðu á þessum markaði ásamt því að standa að fjölda merkilegra verkefna og samstarfa.

Bomma vörurnar fást einungis í sérpöntun og er biðtíminn allt frá 12-16 vikum.
Hér sérðu allt vöruúrval okkar frá Bomma.