Fallegar hönnunarvörur fyrir eldhúsið

Eldhúsið er megin áfangastaður hvers heimilis, enda oftast kallað hjarta heimilisins. Eldhúsið er jafnan fyrsti staðurinn sem við förum á eftir við vöknum og hellum upp á fyrsta kaffibolla dagsins. Við eyðum dýrmætum tíma í eldhúsinu í að útbúa morgunmatinn, hádegismatinn, kaffitímann og kvöldmatinn. Eldhúsið er það rými heimilisins sem fólk safnast oftast saman í, sérstaklega ef matarboð er í vændum og fólk vill hjálpa gestgjöfum að útbúa kræsingarnar. Þar af leiðandi viljum við hafa eldhúsið bæði notalegt til að eyða stundum í, en einnig praktískt og fallegt. Í eldhúsinu skipta smáatriðin jafn miklu máli og eldhúsinnréttingin og eldhústækin. Það er auðvitað ótrúlega hentugt þegar nytsamlegu eldhúsáhöldin eru falleg og stílhrein og þá þarf ekki að fela allt inn í skápum og skúffum. Förum yfir nokkrar vörur sem okkur þykir bæði fallegar og nytsamlegar í eldhúsið.

Kökudiskar frá A Little Lovely Company

Þessir kökudiskar eru ótrúlega fallegir og ættu því allra helst að geymast upp á borði en ekki inn í skáp. Þó engin veisla sé yfirstandandi eða tilefni til að hafa köku á disknum þýðir ekki hann þurfi að standa tómur. Hann nýtist undir ýmislegt en t.d er flott að geyma ávexti á disknum, setja á hann blómapott eða blómavasa og skreyta í kring eða raða á hann fljótlegu snarli ef gestir koma óvænt í heimsókn. Möguleikarnir eru endalausir og einnig er orðið mikið trend að nota kökudiska undir uppáhalds snyrtivörurnar inn á baði. Kökudiskarnir koma m.a. í fallegum pastellitum og er því skemmtilegt að leika sér með að para litina saman eða stafla þeim ofan á hvorn annan. Kökudiskarnir á fæti koma í tveimur stærðum og fjórum litum: svörtum, hvítum, pastelbleikum og pastelbláum. Riffluðu diskarnir koma í einni stærð og eru fáanlegir í myntugrænum, pastelgulum og pastelbleikum. Sjá úrvalið hér.

Hörservíettur frá LinenMe

Fjölnota servíettur ættu að vera til á hverju heimili. Í fyrsta lagi er mikið umhverfisvænna að nota fjölnota servíettur, og ekki skemmir fyrir þegar þær eru svona fallegar eins og hörservíetturnar frá Linen Me. Hör er náttúrulegt, umhverfisvænt og sterkt efni og því endist það sérstaklega vel. Það sem gerir hör umhverfisvænt er að það gengur á færri auðlindir og er niðurbrjótanlegt í náttúrunni. LinenMe framleiða allar vörur eftir pöntunum til að halda sóun í lágmarki. Það sem setur punktinn yfir i-ið er að hör mýkist og verður fallegra með árunum. Hörservíetturnar skapa notalegt og heimilislegt andrúmsloft. Servíetturnar fást í ýmsum litum en þær brjóta svo sannarlega upp á borðhaldið og gera það litríkara ef litur verður fyrir valinu. Sjá úrvalið hér.

BergHOFF hnífar og hnífastandar

Við hjá Reykjavík Design bjóðum upp á hágæða eldhúshnífa og vörur frá BergHOFF. Góðir hnífar eru án efa ein helsta nauðsyn eldhússins og gæða hnífar gera eldamennskuna svo mikið auðveldari og skemmtilegri! Til að hnífarnir okkar endist sem best og lengst er mikilvægt að hafa í huga hvernig þeir eru geymdir. Hnífum á alls ekki að hrúga saman ofan í skúffu með öðrum áhöldum því það er nánast ávísun á að blaðið eyðileggist. Hnífastandur á borði er ein góð leið til að geyma hnífana innilokaða í hentugri stöðu. Best er að nota standa sem eru sérstaklega gerðir fyrir þá hnífa sem þú átt. Hnífastandurinn frá BergHOFF er einstaklega stílhreinn og fallegur. Hönnun hans gerir það að verkum að það er fljótlegt og þægilegt að skipta um hnífa í standinum. Standurinn er unninn úr hágæða öskuviði og er að sjálfsögðu fullkominn fyrir glæsilegu BergHOFF hnífana sem þú færð einnig hjá okkur. Veggsegull er önnur frábær leið til að geyma hnífa. Bæði sparar það borð og skúffupláss en það býður einnig upp á sýnileika og gott aðgengi. Veggsegullinn frá BergHOFF er gerður úr hágæða og endingargóðum öskuviði en í honum er sterkur segull sem tryggir það að hnífarnir haldist vel uppi. Sjá BergHOFF vöruúrval hér, en þar má m.a finna fallega hágæða hnífa og steypujárnspotta.

Falleg skurðarbretti

Skurðarbretti eru algjör nauðsyn í eldamennsku því við skerum að sjálfsögðu ekki niður matvæli án þeirra. Skurðarbretti gegna margvíslegum tilgangi hinsvegar og oftar en ekki einnig notuð til skreytinga í eldhúsinu. Það er alltaf plús að eiga nytsamlega vöru sem er á sama tíma falleg. Fallegum skurðarbrettum er ýmist stillt upp við vegginn á borðplötunni í eldhúsinu en einnig nýtast þau vel sem bakki undir t.d matarolíurnar og kryddin við helluborðið, eða einnig til framleiðslu á kræsingum. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval skurðarbretta og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Múmín skurðarbrettin frá Muurla eru auðvitað fullkomin fyrir Múmínsafnarann og þau gefa eldhúsinu líf og lit. Fyrir stílhreinna útlit eru marmaraskurðbrettin alveg tilvalin. Sjá úrval okkar á skurðar- og brauðbrettum hér.

Salt & pipar lausnir

Við getum líklega öll verið sammála um það að það sem fullkomnar góða máltíð er salt og pipar. Þar sem við notum hvoru tveggja nánast daglega ef við erum dugleg í eldhúsinu, þá er auðvitað lang sniðugast að hafa það uppi við og aðgengilegt. Það er ekki mjög smart að hafa kryddstaukana eða saltboxið uppi á borðinu og því mælum við með saltskálum eins og t.d marmarasaltskálunum frá Bloomingville. Þær koma þrjár saman í pakka með fallegum gylltum skeiðum. Skálarnar eru fullkomnar undir flögusaltið og hægt er að hafa þrjár mismunandi tegundir af salti eða kryddum í þeim. Einnig eru salt- og piparskálarnar frá Bloomingville minimalísk og stílhrein lausn. Skálarnar koma á glæsilegum bakka úr mangóvið sem tilvalið er að færa yfir á borðstofuborðið fyrir matarboðið.
Rivsalt eru saltsteinar sem rifnir eru niður með rifjárni og hjá okkur fást fimm mismunandi bragðtegundir. Markmið Rivsalt var að skapa fallegan skrautmun fyrir eldhúsborðið, sem væri algjörlega miðpunktur borðsins. Einnig höfðu þau það að leiðarljósi að varan yrði auðveld og spennandi í notkun – jafnvel að hún myndi skapa skemmtilega umræðu við matarborðið.

Vínrekkar

Í eldhúsi vínunnandans er mikilvægt að vera með gott geymslupláss fyrir vínið. Hvort sem eldhúsið þitt sé lítið eða stórt ættir þú að finna vínrekka hjá okkur sem passar inn í þitt eldhús. XL Bloom býður upp á tvær tegundir vínrekka og koma þeir í ýmsum stærðum. Arca vínrekkarnir eru úr ryðfríu stáli og eru því traustir og endingargóðir. Þeir koma í svörtum lit og geyma ýmist 6, 9 eða 12 flöskur hver. Pico vínrekkarnir eru stílhreinir og sígildir vínrekkar en það sem gerir hönnun þeirra einstaka og skemmtilega er það að hægt er að raða þeim og setja saman eftir eigin höfði. Pico vínrekkarnir fást í matt svörtu, kopar, stáli og brass og taka þeir ýmist 3, 6, 9 eða 15 vínflöskur hver.

Stonemade

Það er varla hægt að tala um eldhús án þess að nefna glæsilega borðbúnaðinn frá Stonemade en við erum algjörlega hugfangin af þessum fallegu vörum. Borðbúnaðurinn er framleiddur úr 100% náttúrulegum stein og er úr kalksteini eða marmara. Við bjóðum upp á þrjár stærðir af diskum og tvær stærðir af skálum frá Stonemade. Vörurnar fást í þremur litbrigðum hjá okkur; hvítum, gráum og dumbrauðum sem tilvalið er að blanda saman. Stonemade borðbúnaðurinn er svo stórfenglegur að hann fékk meira að segja sitt eigið blogg sem hægt er að lesa hér.

Hér má svo skoða vöruúrval okkar á ýmislegum fallegum hönnunarvörum fyrir eldhúsið.