Lýsing fyrir heimilið

Þegar innrétta á heimili er lýsing eins mikilvæg og hver annar þáttur innanhúss hönnunar. Gott er að leita sér ráða hjá lýsingarhönnuði því faglega staðsett lýsing færir rýminu aðra vídd og lífgar upp á innréttar ferlið. Falleg lýsing myndar notalegt andrúmsloft og dregur athygli að áhugaverðum svæðum í rýminu. Meginatriðið er jafnvægi ljóss og skugga og að skapa nýja orku í rýminu. Að ráða lýsingarhönnuð til að vinna samstarfi við innanhússhönnuðinn þinn eða arkitektinn mun klárlega hámarka áhrif rýmisins. Fagleg lýsing skapar dýpt og hæð og umbreytir heimilinu.

Ljós og skuggar eru notaðir til að mynda þægilegt rými en einnig til að skapa dramatík og ákveðið andrúmsloft. Dagsbirtan er auðvitað tekin til greina þegar unnið er að lýsingu en við íbúar Íslands búum við mjög lítið dagsljós stóran hluta ársins. Vegna þess þurfum við að huga sérstaklega vel að birtu og lýsingu heimilisins og leika okkur með hana. Stillanleg ljós eru auðvitað góð lausn einnig svo hægt sé að fínstilla birtuna eftir tíma dags. Of mikil lýsing er heldur aldrei góð hugmynd, ekki nema meðan á þrifum stendur. Best er að hafa ekki færri en þrjá ljósgjafa í hverju herbergi, þá t.d loftljós sem lýsir upp allt rýmið, gólflampa sem veitir notalega birtu og borðlampa sem nýtist í ýmislegt. Við hjá Reykjavík Design bjóðum upp á glæsilegt og vandað úrval ljósa, förum yfir úrvalið hér að neðan.

UMAGE

UMAGE var stofnað árið 2008 af Jacob Nannestad Hansen og hönnuðinum Søren Ravn Christensen. Umage er danskt orð sem merkir “að leggja sig fram”, sem á vel við þar sem vörurnar frá fyrirtækinu þykja einstaklega vandaðar og fallegar. Fyrirtækið er búið að hasla sér völl og finnast UMAGE vörur í yfir  50 löndum. UMAGE sameina fagurfræði, einfaldleika og nytsamleika, auk umhverfisvænnar framleiðslu og útkoman er stórglæsileg hönnunarvara með lágmarkað kolefnisspor. Vörum UMAGE er flatpakkað í stílhreinar öskjur til að hámarka flutninga á heimsvísu og á sama tíma gerir það hönnun þeirra aðgengilegri og hagkvæmari. Í því ferli lágmarka þau kolefnisfótsporið á plánetunni okkar og hámarka siðferðilega skuldbindingu þeirra til umhverfisábyrgðar. Öskjurnar eru hannaðar með það í huga að þær verði endurnotaðar eftir að varan er tekin upp.

Clava up

Clava up veggljósið frá UMAGE eru hannað af Søren Ravn Christensen en það fegrar og lýsir upp heimilið á sama tíma. Ljósin eru úr leiserskorinni, lakkaðri eik og koma í ljósri eik, dökkri eik og svartri eik. Ljósið er hannað til að til að lýsa upp heimilið með fallegum ljósgeislum á veggjunum í rýminu í kring. Clava up ljósið kemur einnig í tveimur mismunandi stærðum og virkar auðvitað einnig sem loftljós. Ljósin eru einstaklega þægileg í uppsetningu og það tekur um 5 mínútur að setja það upp.
Clava upp ljósin fást eingöngu í sérpöntun og er afhendingatíminn um 2 vikur.

Asteria move

Asteria vörulínan frá UMAGE er öll hönnuð af Søren Ravn Christensen. Asteria Move lampinn frá Umage er laus við allar snúrur en það að lampinn sé þráðlaus hefur marga kosti. Hann er hægt að færa umstangslaust þangað sem þörf er á birtu. Einnig dregur hönnun lampans að sér allan fókus þegar engin snúra er föst við hann sem truflar augað. Hönnun lampans leggur áherslu fágað og tímalaust útlit. Lampinn er með innbyggðum, sérsniðnum LED panel með mjúkum birtudreifi sem tryggir jafna lýsingu sem sker ekki í augun. Slétt, einföld hönnunin býður upp á fágað, stílhreint útlit, sem gerir lampann að tímalausum grip sem þú munt eiga og halda upp á um ókomin ár. Asteria Move er með þremur birtustillingum sem einfalt er að stilla á með því að þrýsta á takkann á botnplötu lampans. Ending rafhlöðunnar að hverju sinni er allt að 35 klukkustundir en einfalt er að hlaða hann með meðfylgjandi USB-c hleðslusnúrunni. Lampinn kemur í þremur litum hjá okkur: svörtum, dökkgrænum og rauðum. Samsetning lampans er afar einföld og tekur um 5 mínútur.

Asteria Floor

Dimmanlegur hágæða gólflampi. Lampinn er á sama tíma fíngerður og sterkbyggður og er fullkomið dæmi um það hvernig fagurkerarnir hjá Umage sameina nýjustu tækni og vandað handverk í vörunum sínum. Með því að snúa efri parti stangarinnar er ljósið kveikt og slökkt. Lampinn dreifir úr hvítum lit sem tryggir mjúka lýsingu í rýminu. Lampinn kemur í annaðhvort svörtum eða dökkgrænum lit hjá okkur. Asteria Floor fæst aðeins í sérpöntun og tekur afhending um 2 vikur.

Asteria Up

Asteria Up loftljósið er ljós sem fest er beint upp í loftið og endurkastar mjúkri birtu á loftið fyrir ofan sem leggur áherslu á fallega hönnun þess. Þar að auki dreifir ljósið úr hvítum lit, sem tryggir mjúka lýsingu í rýminu. Minimalískur stíll þess gerir það fullkomið til þess að prýða minni rými þar sem ljósið má gleðja augað en ekki taka of mikið pláss. Til dæmis í eldhúsinu, ganginum eða í forstofunni. Asteria Up fæst aðeins í sérpöntun og er afhendingartími um 2 vikur.

Asteria

Asteria loftljósið er hangandi og meðfylgjandi snúran er 2,1 meter sem hægt er að stilla eftir hentisemi. Þessi fágaða, tímalausa hönnun passar inn í hvaða herbergi sem er. Ljósið dreifir úr hvítum lit sem skapar mjúka lýsingu og hægt er að dimma ljósið ef ytri dimmer er til staðar. Asteria fæst aðeins í sérpöntun og er afhendingartími um 2 vikur.

Conia & Silvia

Conia og Silvia eru hannaðar af hönnunarteymi UMAGE og nýtast bæði sem ljósakróna og lampaskermur. Krónan er hönnuð svo að peran sést hvergi, hvernig sem á hana er litið. Lýsingin verður því aldrei of skerandi eða björt í augun, heldur ljómar allt rýmið af óbeinni birtu. Fegurð náttúrunnar er innblásturinn við gerð ljósakrónunnar og keilulaga form hennar varpar ljósi í hvern krók og kima umhverfis hana. Pera og perustæði fylgja ekki með. Conia kemur í fallegum gylltum lit en Silvia í svörtum. Silvia ljósakrónan er fullkomin stærð fyrir bæði loftljós, gólflampa eða borðlampa.

PSM LIGHTING

Belgíska ljósafyrirtækið PSM lighting er fyrirtæki sem hefur lagt áratuga reynslu og metnað í að hanna og framleiða stílhrein ljós og lampa í hæsta gæðaflokki. Öll ljós eru hönnuð, prófuð, smíðuð og lituð í starfsstöð fyrirtækisins í Belgíu, sem gerir það að verkum að hvert og eitt ljós leikur um hendur margra starfsmanna þar til gæðastaðli fyrirtækisins hefur verið náð. Höfuðáherslur PSM lighting eru gæði, nýsköpun og skilvirkni. PSM lighting leggja einnig mikla áherslu á að vera í takt við tímann og framleiða notendavæn og stílhrein ljós. Fyrirtækið leggur aðaláherslu á LED tækni og notar einungis gæðamestu efni í boði við framleiðslu ljósanna. Ljósin frá PSM Lighting fást einungis í sérpöntun og er afhendingatími um 3-5 vikur.

Moby

Moby loftljósin frá PSM Lighting eru ótrúlega vönduð, stílhrein og nett. Ljósið gefur frá sér mjúka og fallega birtu. Kúlurnar fást m.a í reyklit og endurspeglandi bleikum lit sem sér til þess að lýsingin dreifist vel ásamt því að fullkomna útlit ljóssins. Svo er það glæsilega gyllta kúlan sem hefur einstaklega fallega áferð en hægt er að velja um lit á snúru, festingu og kúlunni sjálfri í sérpöntun.

Spazio Led loftljós & borðlampi

SPAZIO LED loftljósið er einstaklega vönduð hönnun sem fegrar heimilið á fágaðan hátt. Svartur álskermurinn með gylltum smáatriðum veitir ljósinu stílhreinan og nútímalegan stíl sem kemur vel út í hvaða rými sem er. SPAZIO borðlampinn er tímalaus og stílhrein hönnun sem lýsir upp heimilið. Lampinn kemur vel út í öllum rýmum heimilisins. Skermur lampans fæst í þremur litasamsetningum: svartur/svartur, svartur/gylltur, hvítur/gylltur.

Bacchus

Bacchus loftljósið frá PSM lighting er svo sannarlega stílhrein og tímalaus hönnun. Ljósið gefur frá sér mjúka birtu sem beinist niður sem passar vel inn í rými sem einkennast af notalegri stemningu. Þar sem bein birta kemur úr ljósinu er það tilvalið yfir borð á veitingastöðum eða kaffihúsum, eða jafnvel bara á þann stað á heimilinu sem þú vilt draga athygli að. Ljósið fæst í þremur litum: svart/rauð snúra, hvítt/hvít snúra og svart/svört snúra. Bacchus fæst í tveimur stærðum: 45cm og 67cm á lengd.

S.LUCE

S.LUCE eða See LUCE er þýskt vörumerki sem framleiðir ljós sem eru þekkt fyrir framúrskarandi gæði á viðráðanlegu verði. Ljós þeirra eru einstök, notendavæn og sérstaklega endingargóð. Margra ára reynsla hönnuðanna gerir það að verkum að ljósin eru afar fjölbreytt. Bæði hvað varðar sjálfa hönnunina og hve stillanleg og breytanleg ljósin eru. En S.LUCE hannar ljós fyrir hvaða mögulega umhverfi og tilefni sem er. Ljósin eru framleidd með það í huga að lýsing skiptir öllu máli fyrir útlit rýmissins. Ljósin frá S.Luce fást einungis í sérpöntun og er afhendingartíminn 2-6 vikur.

Fairy

Fairy eru glæsileg speglakúluljós sem fást í króm eða gylltum lit. Ljósin eru gullfalleg ein og sér, en einnig er skemmtilegt að leika sér að því að hafa mismunandi stærðir saman. Speglakúlurnar eru úr handblásnu gleri sem gefur kúlunni sjálfri flotta áferð. Endurspeglandi krómhúðin bæði passar uppá að lýsingin sé bara niðurávið ásamt því að fullkomna útlit ljóssins. En ljósin fanga augað án þess að grípa athyglina um of. Ljósin eru dimmanleg og koma í tveimur litum og þremur stærðum.

Ring

Hringlaga loftljósið Ring stendur fyrir fljótandi léttleika. Ljósið er hengt upp með næstum ósýnilegum, hæðarstillanlegum strengjum og það tryggir jafna lýsingu þökk sé satínhlíf ljóssins. Ljósið er hannað á þann hátt að það býður upp á hámarks sveigjanleika við uppsetningu. Leyfðu ljósinu að skína beint niður á við eða notaðu það sem óbeina lýsingu, þar sem ljóskeilunni er beint upp á við. Einnig er auðvelt að hengja ljósin upp á vegg, enda koma þau frábærlega vel út sem veggljós. Ljósið er dimmanlegt og kemur í þremur litum: Svart, silfur og brass.

The Sphere

The Sphere er loftljós úr handblásnu gleri. Í þessu ljósi hangir peran frjáls á botni glerkúpulsins. Kúpullinn er handblásinn, reyklitaður með rauðum gljáa, og létt krómaður svo birtan sem peran kastar frá sér í gegnum hann verður draumkennd og aðeins ójafnari en í hefðbundnum ljósum. Þessi hönnun er einnig svo frábær því ljósið passar nánast með hverju sem er, hvort sem rýmið er í nýtískulegum eða gamaldags stíl. Ljósin eru dimmanleg og koma í tveimur stærðum. Í minna ljósinu er hægt að hafa alveg uppí 8G perur, og í því stærra uppí 12G perur.

Fleiri ljós frá s.LUCE

Við bjóðum upp á fjögur önnur falleg ljós frá See Luce en það eru: Moon veggljósin sem mynda allar mismunandi stöður tunglsins. Í miðju ljóssins er skífa sem hægt er að snúa í heilan hring sem opnar ljósið og lokar því. En með því er hægt að ákvarða hve mikilli lýsingu ljósið kastar frá sér og hvert hún beinist. Vera veggljósin eru sannkallað listaverk. Skífuna yfir ljósinu er hægt að færa upp, niður og í hringi til þess að bæði opna fyrir meiri birtu, loka ljósinu eða hafa skífuna til hliðar eins og skraut. Möguleikarnir eru endalausir og því skapar ljósið einstaka stemningu. Bloom veggljósið er dimmanlegt og hægt er að hreyfa það upp og niður og stjórna þar með hvert lýsingin beinist. Falleg lögun þess minnir helst á blóm og það framkallar skemmtilegt munstur á vegginn næst því. Flare virkar bæði sem vegg- og loftljós en blómalögun þess svipar til Bloom ljóssins og því framkallar það einnig fallegt munstur á flötinn næst því.

TERZANI

Terzani er ítalskt vörumerki sem hefur svo sannarlega tekist að endurskilgreina lúxuslýsingu í hugum margra. Með framsýnum hugmyndum hefur Terzani orðið þekkt fyrir hönnun sem notar form, ljós, skugga og hreyfingu til að endurmóta rými. Handgerðar vörur þeirra eru á þann veg að hönnun, list, og lúxus mætast í glæsilegu sköpunarverki þar sem hugsað er vel út í hvert smáatriði. Nicolas Terzani, stofnandi vörumerkisins, og aðal hönnuður þess, er fæddur og uppalinn í Flórens. Hann lítur svo á að fagurfræði sé túlkun á náttúrúlegri fegurð og vill hann að ljósin frá þeim séu framleidd eitt í einu með mikilli umhyggju og vandvirkni. Því er engin furða að hvert ljós sé skúlptúr sem stuðlar að fullu samspili umhverfisins, og heillandi leik ljóssins. Terzani ljósin fást einungis í sérpöntun og er afhendingartími 5-8 vikur. Skoðum þær þrjár týpur sem fást hjá okkur af Terzani ljósum.

Doodle ljósið grípur augað hvar sem það er. Ljósin eru handgerð af mikilli vandvirkni, og engin tvö eru eins. Hönnun ljóssins er innblásin af lífinu, en lífið er ekki bein lína heldur langt ferðalag fullt af útúrdúrum. Til þess að fullkomna Doodle ljósið er hægt að færa peruna til og hafa hana hvar sem er á ljósinu, sem endurspeglar ákvörðunartöku í lífinu og gerir ljósið að okkar.
Manta ljósið er úr glærum kristal og einkennist af bogadregnum, bylgjuðum línum. Útkoman eru mjúkar bylgjur af ljósi sem minna á að vera neðansjávar, en lýsingin svipar til sólargeisla í hafi. Ljósið er með innbyggðum LED perum sem eru varkárlega staðsettar til þess að hámarka þessa undursamlegu endurspeglun kristalsins.
Otren’zia ljósið er innblásið af hortensíum. Ljósin eru handgerð af mikilli vandvirkni, og engin tvö eru eins. Hvert einasta “laufblað” er mótað í höndunum og líkist því ljósið hortensíum á þann hátt að engin lauf eru nákvæmlega eins. Orten’zia ljósið kastar ótrúlega fallegri birtu á nánasta umhverfið.

BOMMA

Bomma, stofnað af Jiří Trtík árið 2012, er nútímalegur tilþrifamikill ljósaframleiðandi með höfuðstöðvar í Tékklandi, sem sérhæfir sig í handblásnum kristal ljósum. Bomma tekur hina hefðbundnu tékknesku list glerblásturs upp á annað stig. Með aldir af glerblásturs hefð í Austur Bohemia að baki, eru nú forréttindi fyrir Bomma að hafa gífurlegan fjölda hæfileikafólks og þá færustu í bransanum í þeirra liði. En í stað þess að einungis viðhalda þessum hefðum, stíga Bomma skrefi lengra og setja hæsta staðal nútímans í glerblæstri. Bomma sameina óvenjulega blöndu af framtíðarsýn, hæfileikum, handverki, tækniþekkingu og ástríðu, allt á tilteknu augnabliki tímans. Vörumerkið Bomma er svo stórfenglegt að það fékk sitt eigið blogg sem hægt er að lesa hér.

HÜBSCH

Með bros á vör, gleði í hjarta og draum um að skapa einstaka veröld fallegrar hönnunar, stofnuðu Flemming Hussak, Jannie Krüger og Daniel Henriksen Hübsch árið 2010. Fyrirtækið hefur dafnað jafnt og þétt með árunum og telst í dag með bestu skandinavísku fyrirtækjunum á sínu sviði. Hönnunarteymi Hübsch, sem staðsett er í Danmörku, leggur höfuðáherslu á hágæða samtímahönnun með eigin höfundareinkennum þar sem lífsgleði er rauði þráður hönnunarinnar. Lykilatriði í hönnun Hübsch er að tengja saman línur á sama tíma og passað er að hver lína haldi sínum þræði. Við bjóðum upp á þrjár týpur af loftljósum, tvær týpur af borðlömpum og eitt veggljós frá Hübsch.

Kumu veggljósið er ótrúlega stílhreint og fallegt ljós sem nýtur sín í hvaða rými sem er. Ljósið veitir mjúka lýsingu og myndar því notalegt andrúmsloft. Kúpullinn er úr hvítu gleri og festingin úr brasslituðu járni. Ljósið fæst í tveimur stærðum: 18cm eða 25cm þvermáli. Serene loftljósið er í svipuðum stíl og Kumu veggljósið en það er einnig úr hvítu gleri með brasslitaðri járnfestingu. Ljósið gefur frá sér mjúka lýsingu og er tilvalið fyrir ofan eldhús- eða borðstofuborðið. Reflect Ellipse ljósið er í formi sporbaugs. Endurskinsgler kúpullsins gefur ljósinu einstaka leið til að blandast inn í umhverfi sitt. Hægt er að hengja ljósið t.d á ganginum eða yfir borðstofuborðið. Ljósin eru handgerð og geta því verið mismunandi. Litur ljóssins er reyklitaður spegill. Reflect Electroplated er í svipuðum stíl og Reflect Ellipse en það er mun minna. Ljósið skapar nútímalegt og flott rými. Hægt er að setja ljósið fyrir ofan borðstofuborðið, í eldhúsið og hvaða herbergi sem er í húsinu. Ljósið er handgert úr hágæða gleri og málmi. Kúpullinn er úr reyklituðu gleri og perustæðið svörtum málmi. Borðlamparnir Slant og Architect eru báðir úr svörtum málmi og brass. Hönnun þeirra er mjög stílhrein og fáguð en brass smáatriðin veita þeim nútímalegt útlit. Lamparnir henta á náttborðið, skrifborðið eða hvaða rými heimilisins sem þú vilt mynda notalegt andrúmsloft.

BLOOMINGVILLE

Bloomingville er danskt hönnunarhús stofnað af hinni dönsku Betina Stampe árið 2000. Betina leggur höfuðáherslu á létt og skandinavískt andrúmsloft í hönnun sinni enda hefur hún mikla ástríðu fyrir skandinavískum stíl og líferni. Bloomingville hanna og framleiða skrautmuni, húsgögn og nytjavörur fyrir heimilið. Vörur Bloomingville eru seldar um heim allan og hafa svo sannarlega fangað hjörtu íslendinga. Frá Bloomingville höfum við gullfallega Silas borðlampann sem er 70cm hár gíraffi úr polyresin með hvítum skerm úr hör. Lampinn er fullkominn til að lífga upp á barnaherbergið, stofuna eða hvaða rými sem er. Einnig bjóðum við upp á tvenn falleg og stílhrein veggljós frá Bloomingville. Annars vegar gyllt ljós með aflöngu gleri og 2m langri gylltri snúru og hins vegar svart ljós með hringlaga gleri og 2m langri svartri snúru.

HK LIVING

HK Living er hollenskt samvinnuverkefni Emiel Hetsen og Sander Klaver. Bakgrunnur Emiel Hetsen er úr heimi söfnunar og endursölu fornmuna en æskuvinur hans, Sander Klaver starfaði við alþjóðaviðskipti. Þegar Emiel Hetsen hætti að geta annað eftirspurn viðskiptavina sinna hafði hann samband við æskuvin sinn og saman hófu þeir framleiðslu húsgagna í anda þess sem eftirspurnin var mest eftir. Þessi framleiðsla varð grunnur að stofnun og þróun HK Living. Það má því segja að víðtæk þekking á eftirspurn og reynsla í alþjóðlegum viðskiptum hafi skapað grunninn að velgengni HK Living, sem í dag selja vörur sínar hjá yfir 3000 endursöluaðilum í fleiri en 70 þjóðlöndum. Í dag framleiða HK Living ýmislegar vörur fyrir heimilið líkt og borðbúnað, skrautmuni, ilmi og ljós. Hjá okkur færðu ótrúlega fallegan hringlaga borðlampa frá HK Living með lýsandi hring úr áli. Lampinn er dimmanlegur með LED ljósi sem endist í allt að 10.000 klukkustundir. Lampinn kemur mjög vel út stilltur við vegg upp á borði, með fallega hluti fyrir framan sem hann rammar inn. Lýsingin á lampanum setur ótrúlega huggulega stemningu á rýmið.

Eins og má sjá hér að ofan er ljósaúrvalið hjá okkur alveg glæsilegt og hver ætti að finna eitthvað við sitt hæfi.
Ef þú rekst á ljós frá einhverjum af þessum birgjum að ofan sem er ekki á heimasíðunni okkar, getum við þó sérpantað það fyrir þig. Hér sérðu svo allt úrvalið okkar af ljósum og lömpum.