9 ómissandi sælkeravörur í matarboðið

Reykjavík Design býður uppá margvíslegar spennandi sælkeravörur og við tókum því saman smá lista yfir þær helstu sem gera gott matarboð enn betra. Vörurnar henta einnig við öll tækifæri, þá sérstaklega fyrir fagurkerann jafnt og sælkerann því vörurnar eru fallegar á borði og frábærar tækifærisgjafir.

Rivsalt

Það fer ekki á milli mála að salt er algjör nauðsyn í matreiðslu. Salt er ekki bara salt heldur kemur það í fjölmörgum bragðtegundum sem henta í marga mismunandi rétti. Rivsalt eru saltsteinar sem rifnir eru niður með rifjárni og hjá okkur fást fimm mismunandi bragðtegundir. Rivsalt bjóða einnig upp á Java langpipar og Bird’s eye chilipipar sem rifnir eru niður en langpiparinn er meðal annars tilvalinn til í að toppa Gin & Tonic sem er einmitt tilvalinn fordrykkur.

Rivsalt var stofnað í Svíþjóð af frumkvöðlinum og svíanum Jens Sandringer árið 2012. Hugmyndin að Rivsalt varð til í Peking þegar Jens var á japönskum Teppanyaki stað þar sem kokkurinn notaði stórt rifjárn til að rífa niður saltið rétt áður en maturinn var framreiddur. Markmið Jens var að skapa fallegan skrautmun fyrir eldhúsborðið, sem væri algjörlega miðpunktur borðsins og stæði þá eftir á borðinu. Einnig hafði hann það að leiðarljósi að varan yrði auðveld og spennandi í notkun – jafnvel að hún myndi skapa skemmtilega umræðu við matarborðið. Rivsalt er fallegt á borði og þar sem við höfum öll mismunandi bragðlauka þá getur hver og einn saltað og kryddað sinn rétt eftir eigin smekk. Hér má finna úrval af Rivsalt vörum.

Rivsalt original

Íslensk Hollusta

Eins og kemur fram hér að ofan er salt afar mikilvægur þáttur í eldamennsku. Við bjóðum upp á úrval íslenskra salta frá Íslenskri Hollustu. Líffræðingurinn Eyjólfur Friðgeirsson setti vörumerkið á laggirnar árið 2005. Markmið hans var að þróa og framleiða heilsusamleg og náttúruleg matvæli úr íslenskri náttúru. Vinnubrögð Eyjólfs eru mjög frumleg og skapandi en öll innihaldsefni eru handtýnd í íslenskri náttúru. Öll framleiðsla fer að sjálfsögðu fram á Íslandi. Í verslun okkar má finna fjölmargar tegundir salta frá Íslenskri Hollustu, m.a. sjávartrufflusalt, eldfjallasalt, blóðbergssalt, eldpiparsalt og hvítt sjávarsalt. Hvort sem þú ert að matbúa salat, kjöt, fisk eða grænmeti þá ættir þú að finna salt sem hentar við hvaða matargerð og rétti sem er.

TÖST

Það er orðið sífellt vinsælla og algengara að neyta ekki áfengis, og við hjá Reykjavík Design hvetjum alla til að lifa heilbrigðum lífsstíl, og stilla áfengisdrykkju í hóf. Þau sem kjósa að neyta ekki áfengis eru eflaust þreytt á að fá bara sódavatn eða gos í veislum og finnast þau jafnvel aðeins útundan meðan allir eru með fína drykki í fínum glösum. Það er einfaldlega miklu skemmtilegra að fá flottann og ljúffengan drykk og þá kemur Töst að bjarga málunum. Töst var þróað með það í huga að það gæti fyllt upp í tómarúmið þegar neytandi er að leita sér að einhverju meira spennandi að drekka við ákveðin tilefni þegar það neytir ekki áfengis. Töst er lífrænt freyðandi te sem unnið er vandlega úr fyrsta flokks náttúrulegum hráefnum. Freyðite sem er ótrúlega ferskt og því fullkomin hressing fyrir öll tilefni t.d matarboðið, veisluna, brúðkaupið, barnasturtuna, áramótin eða bara þegar tilefni er til að skála. Töst er í grunninn hvítt te en fæst í tveimur mismunandi bragðtegundum, ylliberja/engifer og trönuberja/engifer.

Töst áfengilaust freyðite

Belberry

Sultur geta spilað stórann þátt í kræsingum veislunnar eða matarboðsins. Hvort sem þú vilt bjóða upp á girnilegan ostabakka, snittur, smárétti eða nota þær í eldamennskuna. Möguleikarnir eru endalausir, sultur eru nefnilega sætar og bragðbæta því alla rétti og þú getur meira að segja hrist sultu út í kokteila. Sælkerarnir hjá Belberry eru með fjölbreytt úrval af gæða sultum sem henta við hvaða tilefni sem er. Sulturnar eru búnar til úr fyrsta flokks ávöxtum og sykri af hæsta gæðaflokki. Belberry er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 1956 í Kortrijk, Belgíu. Notast er við fullþróaða fjölskyldu uppskrift, mikla vandvirkni og gæðastjórnun við framleiðslu sultanna. Bragðtegundirnar eru m.a. hindberja-, bláberja-, apríkósu-, og jarðaberjasultur og einnig kryddað mango chutney.

Hér má finna úrval af Belberry vörum.


Karamelleriet

Þó þú sért að halda matarboð er alls engin skylda að hafa fyrir því að útbúa eftirrétt líka, kannski viltu bara einbeita þér algjörlega að aðalréttinum. En í staðinn fyrir eftirrétt er hægt að bjóða upp á gæða sælgæti. Þá koma dönsku karamellurnar frá Karamelleriet að góðum notum. Karamellurnar eru handgerðar gæðakaramellur sem eru hægeldaðar í koparpotti yfir opnum eldi. Sú aðferð er sérmerki Karamelleriet og gefur algjörlega einstakt bragð. Vinkonurnar Tine og Charlotte eyddu heilu ári í eldhúsinu heima í tilraunastarfsemi þar sem þær leituðu að fullkomnun í upplifun, bragði, áferð, aðferðafræði og tækjabúnaði. Árið 2006 rættist svo 10 ára gamall draumur þeirra um að framleiða og selja handgerðar karamellur. Karamelleriet framleiða m.a rjóma-, salmíak-, sjávarsalts- sætlakkrís-, súkkulaði- og piparmyntukaramellur. Umbúðirnar eru stílhreinar og fallegar enda tilvalin tækifærisgjöf til að koma með í matarboðið og hinn fullkomni eftirréttur.

Karamelleriet karamellur

Haupt Lakrits

Karamellur og lakkrís fara einstaklega vel saman, þess vegna er tilvalið að bjóða einnig upp á lakkrís samhliða þeim. Við Íslendingar erum auðvitað mikið fyrir lakkrís og höfum háann lakkrís standard en þú finnur hvergi betri lakkrís en Haupt Lakrits. Christian Haupt og konan hans, Camilla, höfðu verið lakkrís og súkkulaði unnendur í langan tíma og árið 2012 hafði Christian áform um að framleiða súkkulaði sem myndi henta þeirra kröfum. Hjónin komu í frí til Íslands árið 2013 en eftir ferðina þá skipti hann algjörlega um skoðun og vildi einblína frekar á lakkrísinn. Christian sagðist hafa orðið fyrir miklum innblæstri þegar hann sá hvernig við blöndum lakkrís og súkkulaði saman hérna á Íslandi. Um leið og hjónin komu heim úr ferðinni stofnaði hann Haupt Lakrits. Sænskur lakkrís úr hágæða hráefnum m.a frá Asíu og Ítalíu. Bragðtegundirnar eru fjölbreyttar þ.á.m. Gin og Tonic lakkrís, saltaður salmíaklakkrís og lakkrískaramellur. Lakkrísinn kemur í fallegum umbúðum og hentar því vel sem tækifærisgjöf fyrir sælkerann.

Haupt Lakrits vörurnar má finna hér.

Kandís

Það kannast líklega flestir við það að koma heim til ömmu og afa og það er minnsta lagi ein brjóstsykurs skál á borðinu sem hægt er að laumast í. Við þurfum að viðhalda þeirri hefð og bjóða upp á brjóstsykur þegar von er á gestum. 
Kandís er íslensk brjóstsykursgerð stofnuð var árið 2021. Þær Helga Haraldsdóttir og Wiola Tarasek stofnuðu fyrirtækið en Helga er kokkur og Wiola er með diplómu í jurtalækningum en vann áður sem kokkur. Brjóstsykurinn er handgerður á Íslandi og er einungis úr náttúrulegum hráefnum og íslenskum jurtum. Þær notast einungis við náttúruleg litarefni sem eru m.a búin til úr gulrótum, rauðrófum og blómum. Verkefnið þeirra hafði verið í þróun í rúmlega eitt ár og þar unnu þær hörðum höndum í að finna réttu blöndurnar og jafnvægi milli bragða. Rabarbara brjóstsykurinn er sá fyrsti sem þær bjuggu til en svo fylgdu birki- og eplabragð og hvannar- og sólberjabragð eftir.
Helga mælir eindregið með því að para brjóstsykurinn með víni en hún mælir með birki og epla með hvítvíni en hvönn og sólberja með rauðvíni. Þess vegna eru Kandís brjóstsykrarnir tilvaldir í matarboðið eða veisluna.

Kandís vörur hjá Reykjavik Design.

Kandís íslenskur brjóstsykur

VAHDAM

Eftir góða máltíð er gott að fá sér heitann tebolla, sérstaklega á kvöldin en þá er te jafnan betri kostur en kaffi. Vahdam te er lífrænt vottað og margverðlaunað gæðate frá Indlandi. Indland stendur fyrir meirihluta tes sem framleitt er í heiminum og er te iðnaður Vahdam næst stærsti vinnuveitandi verkamanna í Indlandi. Vahdam er stofnað með því skilyrði að það séu engir milliliðir heldur að varan fari beint frá bónda og yfir í bollann þinn. Te jurtirnar eru handtýndar í víðfrægum görðum Indlands og pakkað ferskum á staðnum í umhverfisvænar umbúðir. Hjá Vahdam er velferð bóndanna þeirra í forgangi en í hvert sinn sem þú verslar Vahdam vöru fer 1% af tekjunum þeirra upp í menntun barnanna þeirra. Vahdam tein hafa m.a verið lofuð af Ellen DeGeneres og Oprah Winfrey, enda eru þær smekkskonur. Tein koma í fallegum gylltum krukkum sem gera það enn skemmtilegra að bera það fram í matarboðinu.

Skoðaðu úrvalið af Vahdam te-i hér.

Vahdam hágæða te

Múmín Te

Múmín vörurnar frá finnska vörumerkinu Muurla hafa líklega ekki farið framhjá neinum enda vinsælar vörur hér á landi. Við bjóðum upp á glæsilegt vöruúrval frá Muurla en það sem kemur mögulega einhverjum á óvart er að það eru líka til Múmín te! Það sem gerir Múmín tein einstök er frumleg samsetning bragða. Dæmi um bragðtegundir eru trufflu-súkkulaði, bakað epli, ‘cookies & cream’ og vanillu-pera. Allir ættu að finna bragðtegund við sitt hæfi og því tilvalið að bjóða upp á Múmín te eftir mat. Múmín te er einnig frábær tækifærisgjöf fyrir Múmín aðdáandann eða te-unnandan.

Hér má sjá glæsilegt úrval okkar af sælkeravörum.