Sternzeit Design

Vistvæn hágæða húsgögn

Sternzeit Design framleiða einstaklega falleg og vönduð húsgögn með áherslu á gæði og fágun. Húsgögnin eru öll handuninn af nákvæmni og vandvirkni úr hágæða efnivið. Fyrirtækið Sternzeit Design var sett á laggirnar árið 2010 í Berlín en það er fjölskyldufyrirtæki með framleiðendum og heildsölum sem takmarka vörurnar þeirra eingöngu til endursöluaðila og viðskiptamanna. Það sem hvetur þau áfram í fyrirtækinu á hverjum degi er hvað þau hafa gaman að því sem þau gera. Þau þekkja og meta vörurnar sínar mikils, vegna þess að þau selja einungis vörur sem þau sjálf kunna að meta. Sternzeit leita til viðskiptavina sem kunna að meta vörurnar þeirra jafn mikið og þau gera. Sternzeit vilja alls ekki selja vörurnar sínar hjá fyrirtækjum eins og Amazon heldur leita þau frekar eftir nánu og langlífu samstarfi við lítil eða miðstærðar fyrirtæki.

Hönnun Sternzeit sækir innblástur í 50’s og 60’s áratugina þar sem hin tímalausu verk komu fram á sjónarsvið með einfaldleika og hagnýtingu að leiðarljósi. Einnig sækir Sternzeit innblástur í Bauhaus og skandinavískan stíl sem gerir þessari einstöku hönnun kleift að aðlaga sig fullkomlega að nútíma heimili. 

Retrostar-stoll
Retrostar hægindastóll

Sjálfbærni og góð vinnuskilyrði

Sternzeit tryggja góð vinnuskilyrði fyrir þau sjálf og vinnuveitendur sína. Sjálfbærni er þeim afar mikilvæg en frá upphafi hafa þau einblínt á vistvæna hönnun og skapað endingargóð húsgögn. Viðurinn þeirra kemur frá sjálfbærri skógrækt í Þýskalandi en þau persónulega sjá til þess að allir birgjar og framleiðsla sé sjálfbær og heiðarleg. Vefnaðarvaran kemur frá Evrópu en hún er öryggisprófuð og prófuð á sjálfstæðri rannsóknarstofu innan birgjans. Framleiðsla innihúsgagnana fer öll fram í lítilli verksmiðju í Póllandi og þar er allt handsmíðað. Útihúsgögnin eru framleidd af fjölskyldufyrirtæki í Kína. Sternzeit vilja standa algjörlega fyrir sanngirni, sjálfbærni og gagnsæi.

Retrostar-lounge
Retrostar Lounge hægindastóll

Sniðið að þínum smekk

Það skemmtilegasta við Sternzeit innihúsgögnin er það að þú getur sniðið hvert húsgagn nákvæmlega eftir þínu höfði, að þínum smekk. Retrostar, Cube og Supernova línurnar bjóða upp á þá möguleika. Þú getur valið hvaða efni og lit þú vilt hafa á húsgagninu og einnig hvaða lit þú vilt hafa á örmum og fótum. Litaúrvalið er alveg stórkostlegt og þú getur valið úr fjölda áklæða. Áklæðin sem í þú getur valið úr eru m.a: tvær tegundir af leðri, tvær tegundir af flauel, ull og klassískt áklæði. Einnig getur þú valið hvort þú viljir hafa kantsaum eða ekki. Armarnir og fæturnir á stólunum eru úr beyki en hægt er að velja um að fá eikaráferð, valhnetuáferð, náttúrulegan eikarvið, hvítlakkaða eða svartlakkaða fætur. Ef þú vilt finna áferðirnar á efnisúrvalinu og litaúrvalið í persónu eru efnisprufur hjá okkur í Reykjavík Design, verslun okkar í Síðumúlanum. Valið er algerlega þitt.

Retrostar-sofi
Retrostar tveggja sæta sófi

Acapulco stóllinn

Margir viðskiptavinir Sternzeit hafa velt fyrir sér hvort Acapulco stóllinn þeirra sé „orginallinn” eða upprunalegi Acapulco stóllinn. Sannleikurinn er sá að það er ekkert til sem kallast „upprunalegt eintak”. Á sjötta áratugnum ákvað manneskja sem er óþekkt enn þann dag í dag, að smíða stól sem myndi verða einhvers konar samblanda af hengirúmi og hægindastól. Líklegast er að þessi vel þekkti hægindastóll hafi verið skapaður í borginni Acapulco í Mexíkó. Sögusagnir herma að hann hafi sést þar í auknum mæli sem leiddi til nafnsins Acapulco chair og sigurgöngu hans um heim allan í kjölfarið. Acapulco stóllinn er því líklega einn af þekktustu „óþekktustu” vörunum í hönnunar heiminum. Acapulco stóll Sternzeit er þar af leiðandi nútíma frumeintak sem byggt er á gömlu goðsögninni. Acapulco vörulínan inniheldur einnig sófaborð, hliðarborð, sófa og skemla. Acapulco húsgögnin taka sig vel út í stofunni, en virka einnig sem garðhúsgögn. Því miður er þessi frábæra vörulína að hætta í framleiðslu og því ætlum við að selja sýningareintökin okkar í Reykjavík Design. Örvæntið þó ekki, því ný og glæsileg garðhúsgagna lína er væntanleg frá snillingunum hjá Sternzeit.

Acapulco-chair
Acapulco stóllinn klassíski

Sérpöntun og ábyrgð

  • Leggja þarf inn sérpöntun á öllum Sternzeit húsgögnum en sýningareintök eru að sjálfsögðu í verslun okkar, Reykjavík Design, Síðumúli 21 (Gengið inn frá Selmúla).
  • Afhendingatími er almennt 5-10 vikur en hægt er að fá vörurnar undir 4 vikum gegn aukagjaldi, sem er þá fyrir flugfrakt.
  • Frí heimsending er á höfuðborgarsvæðinu en við sendum ekki húsgögn út á land. Við getum þó aðstoðað með að bóka slíka sendingu hjá sendingaraðila.
  • Veittur er magnafsláttur af flutningskostnaði. Ef keypt eru þrjú eða fleiri húsgögn frá Sternzeit er veittur 10% afsláttur sem virkjast sjálfkrafa í netverslun.
  • Sternzeit Design veita 5 ára ábyrgð (gagnvart framleiðslu göllum) á vörum sínum.

Hér má sjá vöruúrval okkar á Sternzeit Design húsgögnum.