M Design
RVK Design er nú M Design
Góð Tilboð
Sjá tilboðsvörur hér
Heimsendingar
Pósturinn & Dropp
Greiðslur
Kreditkort / Netgíró / Aur / Pei / Apple Pay / Aukakrónur

Stonemade borðbúnaður

Gæða borðbúnaður úr marmara og kalkstein

Stonemade er hugarfóstur hinnar austurrísku Katharina Mörz-Heissenberger. Katharina hannar og framleiðir diska og skálar úr marmara og kalksteini. Hún hefur alltaf verið hugfangin af steinum í öllum stærðum og gerðum, svo lengi sem þeir halda sínu náttúrulega formi. Stonemade varð til út frá ást hennar á fallegu hlutunum í lífinu og þeirri einföldu uppljómun að náttúrulegt sanngildi er lykillinn að sannri fegurð.

Stonemade borðbúnaðurinn er unninn úr 100% náttúrulegum stein og vegna þess var ákveðið að notast ekki við neins konar efnafræðilegt ferli við framleiðsluna. Það var þeim afar mikilvægt að nota ekki gerviefni, eiturefni eða neitt slíkt til að innsigla vörurnar, þá sérstaklega því þær komast í tæri við matvæli. Steinarnir eru því hvorki glerjaðir né gegndreyptir. Steinverkin eru framleidd og unnin af fagmönnum í nágrenni Himalaya fjallanna en efniviðurinn er einnig þaðan.

Verkin eru framleidd út frá gegnheilum steina klumpum sem fyrst eru skornir með vél og svo handunnir. Hver og einn gripur er gróflega slípaður sem gefur vörunum hrátt yfirbragð og undirstrikar duttlunga í hönnun efniviðarins af náttúrunnar hendi. Æðar og ófullkomleiki steinsins er hluti af eðli og sögu efnisins, eins konar fullkomnun ófullkomleikans og um leið helsta vörumerki Stonemade. Að vinna litla skál getur tekið rúmlega tvo tíma af vandaðri handavinnu. Þessa vinnu geta einungis mjög reyndir handverksmenn unnið. 

Með daglegri notkun vörunnar myndast skán á yfirborði hennar með tímanum sem virkar sem varanleg vörn gegn óhreinindum. Vegna þess er ekkert mál að þrífa Stonemade vörurnar. Litlu sprungurnar og ójöfnu flekkirnir eru algjörlega meinlausir. Þessi smáatriði gefa vörunni karakter og eru hluti af sögu verksins og tilheyra verkinu eins og líflínurnar í lófanum þínum. Sjálfbærni má sjá í mörgu en sjaldan er hún eins falleg og ósnortin og Stonemade verkin.

Umhirða og meðhöndlun

Náttúrulegur steinn er hógvær og það er einmitt þannig sem hann vill vera meðhöndlaður. Engin sérstök hreinsiefni eða kunnáttu þarf til að meðhöndla vörurnar. Þrátt fyrir að Stonemade vörurnar þoli uppþvottavélar þá mæla framleiðendur frekar með handþvotti í heitu vatni þar sem efniviðurinn er misharður og gæti verið viðkvæmur fyrir miklum ágangi uppþvottavéla til lengri tíma. Af og til er gott að bera nokkra dropa af ólífuolíu á vörurnar og leyfa olíunni að síast inn í efniviðinn. Á þann hátt skapast gljái sem ljær vörunum mýkri áferð og tryggir að vörurnar verða fallegri með hverri notkun. Eitt af því góða við náttúrulegan stein er að hann þolir mikinn hita og kulda mjög vel. Ástæðan fyrir því er að náttúrusteinn varð til fyrir milljónum ára við gífurlegan þrýsting og hitastig yfir 1.000 °C. Skálarnar og diskarnir úr Arctic White og Nordic Grey línunum mega fara í ofninn, á heitt yfirborð og mega sitja úti í kuldanum í frosti. Þú getur fryst ísinn þinn í skálunum eða geymt matinn þinn á disknum í ísskápnum. Einn af mörgum kostum við Stonemade vörurnar er að þær halda hita og kulda mjög vel. Ís helst lengi kaldur og súpa lengi heit í steinaskálunum. Scandic Green og Tuscan Red vörulínurnar eru hins vegar mun viðkvæmari fyrir hitastigi. Það er vegna þess að þær hafa leiræðar sem eru mjög viðkvæmar og geta sprungið við mikla notkun.

Vistvæn verk

Þar sem 80% af yfirborði jarðar er umkringt setbergi sækja Stonemade auðlind þeirra úr efni sem er svo mikið til af að það eru engar líkur á því að það skorti. Þar sem ekki þarf að brenna steininn nota þau mun minni orku en stundum er nauðsynleg fyrir t.d postulín eða keramik. Þau sleppa líka öllum skaðlegum efnum, gegndreypingum, gljáa o.fl. Annað sem gerir Stonemade vörur vistvænar er að þær endast lengi og það er alltaf mikill kostur. Verkin eru tímalaus, sterkbyggð og því mun sjálfbærari en annar borðbúnaður sem brotnar stöðugt og þarf reglulega að skipta út.

Notagildi

Stonemade borðbúnaðurinn er svo fallegur og stílhreinn að við mælum auðvitað með því að hann sé geymdur í opnum hillum eða glerskápum þar sem hann er sjáanlegur allan daginn, hvort sem hann er í notkun eða ekki. Notagildið í Stonemade verkunum er fjölbreytt og þau ganga að sjálfsögðu ekki einungis undir matvæli. Litlu skálarnar eða diskarnir eru frábærir undir sápustykki eða jafnvel skartgripi og smáhluti. Stóru diskarnir nýtast t.d sem bakki undir þær olíur og krydd sem þú notar mest og vilt hafa til handar á borðinu hjá eldavélinni. Stóru skálarnar eru flottur miðpunktur á borðstofuborði með fallegum skrautmunum ofan í. Leyfðu hugmyndafluginu að leika lausum hala og stilltu upp Stonemade skálum eða diskum í hvaða herbergi heimilisins sem er.

Í Reykjavík Design fást vörurnar í þremur litbrigðum; hvítum, gráum og dumbrauðum sem tilvalið er að blanda saman:

Hvítur (Arctic White) er úr marmara.

Grár (Nordic Grey) er úr mjög hörðum kalkstein.

Rauður (Tuscan Red) er úr kalkstein þar sem æðarnar eru úr mýkri stein sem gerir hann einstaklega fallegan, en þó viðkvæmari fyrir mjög mikilli notkun.

Sjáðu úrval okkar af Stonemade borðbúnaði hér.