ANNA THORUNN

Anna Þórunn Hauksdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2007 sem vöruhönnuður. Stuttu eftir útskrift stofnaði hún vörumerkið og fyrirtækið ANNA THORUNN með einfaldri en skarpri sýn um að skapa persónulegar vörulínur innblásnar og dregnar frá lífsreynslum og minningum frá uppvaxtarárum hennar, þar sem ósnortin náttúrufegurð Íslands umkringdi hana. Anna bjó einnig áralangt á Ítalíu þar sem hún sótti nám við skartgripahönnun og gullsmíði.

Engin vara fannst sem passar við valið.