Bloomingville – Dönsk gæðahönnun

Bloomingville er danskt hönnunarhús knúið áfram af ástríðu fyrir skandinavískum stíl og líferni. Þau bjóða upp á breitt úrval af hönnunarvörum fyrir heimilið. Hér má finna fallegar eldhúsvörur, skrautmuni og nytjavörur af öllu tagi.

Lesa meira
Filter

Um Bloomingville

Bloomingville hannar og framleiðir skrautmuni, húsgögn og nytjavörur fyrir heimilið. Fyrirtækið var stofnað af hinni dönsku Betina Stampe árið 2000. Betina leggur höfuðáherslu á létt og skandinavískt andrúmsloft í hönnun sinni. Vörur Bloomingville eru seldar um heim allan. Bloomingville er með fjórar fastar vörulínur auk mismunandi árstíðarbundinna lína.

ILLUME x Bloomingville er ilmlína fyrirtækisins. Áherslan er lögð á tæran, heimilislegan ilm fyrir öll herbergi heimilisins, unnin úr hreinum lífrænum efnum.

ILLUME framleiðir bæði kerti og ilmstauta sem fást í nokkrum ilmtegundum.
Allar vörur ILLUME eru seldar í sérhönnuðum fallegum umbúðum og gjafaöskjum.
Starf þeirra byggir á sjálfbærni á þremur sviðum: reglufylgni, samfélagsábyrgð og umhverfisábyrgð. Bloomingville tryggja öruggt og gott vinnuumhverfi fyrir starfsfólk sitt og tryggja að öll mannréttindi séu virt.