Bomma
BOMMA er nútímalegur tilþrifamikill ljósaframleiðandi með höfuðstöðvar í Tékklandi, sem sérhæfir sig í handblásnum og nútímalegum kristal ljósum. BOMMA leggur áherslu á handframleiðslu sem varðveitir hina hefðbundnu tékknesku list glerblásturs. Í stað þess að einungis viðhalda þessum hefðum, stíga Bomma skrefi lengra og setja hæsta staðal nútímans í glerblæstri.
BOMMA urðu fljótt þekkt fyrir að framleiða handblásna glerlýsingu í gífurlegum stærðum. Vegna flókins handverks og líkamlegra krafna eru aðeins fáir slíkir umfangsmiklir hlutir framleiddir á hverjum degi. Einstakar kristalvörur sem meðhöndlaðar eru af reyndum handverksmönnum sem móta þær nær þeirri fullkomnun sem óskað er eftir. BOMMA sameina óvenjulega blöndu af framtíðarsýn, hæfileikum, handverki, tækniþekkingu og ástríðu.
Við hjá Reykjavík Design erum hugfangin af kristal ljósunum frá BOMMA og erum með fjórar týpur af þeim í verslun okkar.
Lestu bloggið okkar um stórfenglegu vörur og sögu Bomma hér.
Lesa meiraMartin Wichterle, eigandi BOMMA, útskýrir hér: „Sérhver stjórnandi segist vera stoltur af teyminu sínu og það er heillandi að fylgjast með allri glergerð. En að sjá handverksmenn okkar meðhöndla gríðarstóra hluti eða skera gler af mikilli nákvæmni er yfirnáttúruleg upplifun. Maður venst þessu aldrei.”