Bybibi

Sigríður Hjaltdal Pálsdóttir hóf vegferð sína í keramik deild Listaháskóla Íslands árið 1996. Einnig hefur hún stundað nám við iðnhönnun og tekið námskeið í vöruþróun, framleiðslu og markaðssetningu. Þar sem heimurinn er sífellt að fyllast af nýjum vörum er það megin áhersla Sigríðar að allt sem hún hannar og skapar gegni margvíslegum tilgangi. Vörulínan hennar af borðbúnaði er í rauninni hannaður sem móteitur gegn einnota menningu okkar tíma. Skapandi verk Bibi stefna að því að samþætta ánægjuna af notkun einfalda fallegra hluta í hversdagslega lífinu með gagnlegum tilgangi hlutarins.

Filter
  • Loki/Salka krús 260mlLoki/Salka krús 260ml