Íslensk Hollusta

Líffræðingurinn Eyjólfur Friðgeirsson setti vörumerkið á laggirnar árið 2005. Markmið hans var að þróa og framleiða heilsusamleg og náttúruleg matvæli úr íslenskri náttúru. Vinnubrögð Eyjólfs eru mjög frumleg og skapandi en öll innihaldsefni eru handtýnd í íslenskri náttúru. Öll framleiðsla fer að sjálfsögðu fram á Íslandi. Í verslun okkar má finna fjölmargar tegundir salta frá Íslenskri Hollustu. Hvort sem þú ert að matbúa salat, kjöt, fisk eða grænmeti þá ættir þú að finna salt sem hentar við hvaða matargerð og rétti sem er.

Filter