Le Feu: Dome

Hjarta heimilisins

289.990kr.

Glæsileiki hönnunarinnar, hreinar línur og lifandi logar gera Le Feu arnanna að frábærri viðbót við umhverfið. Dome útgáfan er með þremur fótum og hægt er að hafa hana úti ef áklæði er keypt með. Hægt er að velja um stál eða svarta skál undir hvelfinguna og tvo liti á fótum. Eldstæðið færir glæsilegan brag yfir rýmið og er afar einfalt í notkun og uppsetningu.

Magn CO2 sem framleitt er af arninum er lítið, eða sambærilegt við magnið sem kerti gefur frá sér. Lífrænt etanóleldsneyti framleiðir hreinan, reyklausan hita án skaðlegs útblásturs sem myndast frá hefðbundnum jarðefnaeldsneytiseldum og viðarbrennurum. Við mælum með því að ef arninn er notaður í litlum herbergjum og brennarinn er stilltur á hámarksstillingu þá ætti að opna hurð eða glugga til að leyfa loftflæði að sporna gegn loftmengun innandyra. Ekki er mælt með því að láta arininn loga í litlu, óloftræstu herbergi. Ekki er heldur mælt með því að hafa arininn eftirlitslausan þegar enginn er heima eða eftir að farið er að sofa.

Le Feu eldstæðin eru hönnuð til að leyfa sérsmíðuðu hvelfingunni að skila þægilegum umhverfishita.
Eldstæðin framleiða um það bil 2,0 – 3,0kw af hita sem jafngildir litlum gas- eða rafmagns hitara. Það gera 2,0 – 2,5kw afköst af varma hita um það bil 20 fermetra herbergi.

Eldsneytisnotkun fer eftir brennarastillingunni sem notuð er og loftslagsskilyrðum. Á svæðum þar sem loftstraumur er mikill getur tíminn minnkað.

Sérpöntunarvara – Afhending: 0-2 vikur

Vörunúmer: LF03 Flokkar: , , Merkimiðar: ,
Vörumerki: Le Feu

Lýsing

Le Feu eldstæðin eru í samræmi við evrópska staðla og eru mjög auðveld í uppsetningu, tilbúin til notkunar. Hver tegund kemur með uppsetningarleiðbeiningum. Le Feu eldstæðin krefjast ekki skorsteins.

Innifalið í Le Feu Dome:
1x Le Feu arinn
1x Le Feu SafeBurn brennari
1x Le Feu verkfæri
3x fætur
1x Notendahandbók
12L Lífetanól eldsneyti

Arinn:
Þyngd: 14,3 kg
Mál: B: 52cm / H: 35cm / D: 49cm
Efni: 2,3mm S235 Stál, háhitaþolin málning

Brennari:
Þyngd: 4,8 kg
Mál: B: 20cm / H: 7,5cm / D: 24cm
Efni: Ryðfrítt stál, burstað, keramik trefjar

Eldsneyti: 12L Lífetanól (Lágmark 95% hreint)

Eldsneytisnotkun: Allt að 0,3 lítrar á klst.
Hiti frá arni: 3 kW

Þér gæti einnig líkað við…