Lene Bjerre

Snemma á áttunda áratugnum lét Lene Bjerre draum sinn verða að veruleika þegar hún sagði upp starfi sínu á skipaskrifstofunni og byrjaði að föndra lampaskerma úr gjafapappír. Innanhúshönnunarbransinn var á þessum tíma á algjöru byrjunarstigi svo framtíð Lene var mjög óljós. Með aðstoð fjölskyldunnar tókst Lene Bjerre að gefa út línuna Scandinavian Country Collection, sem fljótt varð brautryðjandi innanhúss- og lífstíls hönnunar.

Lene Bjerre er enn mjög þekkt og virt fyrirtæki í dag og skín ástin á góðu handverki, sköpunargleði og innblæstri frá náttúrunni í gegn um vörur þeirra. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á það að velja umhverfisvænan efnivið í vörur sínar og veita starfsfólki sínu sanngjörn kjör við framleiðslu þeirra.

Filter
  • Sivelle kertastjakarSivelle kertastjakar
  • JólakertiJólakerti