Lumo Casa – Íslensk hönnun fyrir viskí- og vínunnendur

Lumo Casa hóf rekstur árið 2014. Innblástur hönnunarinnar er að hluta sóttur í nafn fyrirtækisins sem þýðir ljós (lumo) og hús (casa), þ.e. vörur sem “lýsa” upp húsið.
Samspil fallegrar hönnunar, vörugæða og notagildis er sterkur drifkraftur og auðvitað á  íslensk náttúra einnig sterk ítök. Viskísteinarnir og glasamotturnar er hönnun og framleiðsla sem sótt er beint í íslenska náttúru.
Grunngildi hönnunarinnar eru endurspeglun heiðarleika og trúverðugleika í einfaldleika lífsins.
Viskísteinana má að sjálfsögðu nota til að kæla hvaða drykki sem er og henta vel fyrir þá sem ekki vilja vatnsþynna drykkinn sinn með ísmolum.
Filter