Lumo Casa – Íslensk hönnun fyrir viskí- og vínunnendur

Lumo Casa hóf rekstur árið 2014. Innblástur hönnunarinnar er að hluta sóttur í nafn fyrirtækisins sem þýðir ljós (lumo) og hús (casa), þ.e. vörur sem “lýsa” upp húsið.
Samspil fallegrar hönnunar, vörugæða og notagildis er sterkur drifkraftur og auðvitað á  íslensk náttúra einnig sterk ítök. Viskísteinarnir og glasamotturnar er hönnun og framleiðsla sem sótt er beint í íslenska náttúru.
Grunngildi hönnunarinnar eru endurspeglun heiðarleika og trúverðugleika í einfaldleika lífsins.
Viskísteinana má að sjálfsögðu nota til að kæla hvaða drykki sem er og henta vel fyrir þá sem ekki vilja vatnsþynna drykkinn sinn með ísmolum.
Engin vara fannst sem passar við valið.