Hágæða ilmkerti í handblásnu glasi

Meadows eru hágæða ilmkerti hönnuð og framleidd í Prag, Tékklandi. Allir angar framleiðslunnar sýna fágætan metnað og listsköpun. Egypsk bómull er notuð í þræðina og kertin sjálf eru handunnin úr lífrænu sojavaxi. Ilmurinn er þróaður og unnin í samstarfi við sérfræðinga í Frakklandi.

Leitað er eftir bestu mögulegu hráefnum í framleiðsluna hverju sinni og hámarksgæði kertanna tryggð með smárri framleiðslulínu og alúð við hvert handtak.

Kertaglösin eru handblásin listaverk, hvert og eitt hannað og skapað af glerlistamönnum í Bohemia, einu þekktasta gler- og kristalsframleiðslusvæði heims. Þegar kveikt er á kertunum skapa mynstur og litir glasanna dulúðlega og fallega stemningu í umhverfi sínu.

Að líftíma kertanna loknum er tilvalið að nýta hin fallegu glös áfram á heimilinu eða til gjafa.

Hér má finna upplýsingablað um Meadows á PDF sniði.

Filter