Riedel

Hágæða vínglös og karöflur

Riedel er Austurrískt fyrirtæki þekkt fyrir að hanna og framleiða hágæða vínglös og karöflur. Fyrirtækið var stofnað árið 1756.
Riedel býður uppá verksmiðjuframleidd og handblásin glös, úr gleri eða kristal. Einnig er boðið uppá mikið úrval af glæsilegum handblásnum vínkaröflum, sem eru gríðarlega eftirsóttar og í takmörkuðu upplagi.

Lesa meira
Filter
  • Performance vínglös: Pinot noirPerformance vínglös: Pinot noir
  • Performance vínglös: CabernetPerformance vínglös: Cabernet
  • Performance vínglös: Shiraz/SyrahPerformance vínglös: Shiraz/Syrah
  • Performance vínglös: Sauvignon blancPerformance vínglös: Sauvignon blanc
  • Performance vínglös: RieslingPerformance vínglös: Riesling
  • Performance vínglös: ChardonnayPerformance vínglös: Chardonnay
  • Vínglös: ChampagneVínglös: Champagne

Umsagnir sérfræðinga um RIEDEL

“Best hönnuðu glösin af bæði tæknilegum og nautnalegum ástæðum eru frá RIEDEL. Áhrifin sem þau hafa á góð vín er meiriháttar. Ég get ekki ítrekað það nægilega oft og mikið.” 

WINE CRITIC ROBERT M. PARKER JR. OF THE WINE ADVOCATE: 

“Fyrir hæfileikaríkan víngerðarmann felst heilmikil vinna í því að framleiða gott vín. Sú vinna getur orðið að engu ef vínið er ekki borið fram á réttan hátt. Gæði vínglassins getur haft úrslitaáhrif. RIEDEL framleiða fjölbreyttustu sértæku vínglösin á markaðnum, sérhönnuð til að koma til skila helstu víntegundum heimsins. RIEDEL gerir okkur kleift að njóta til fulls þeirri fjölbreyttu flóru bragðtegunda og ilmafbrigða  sem leynast í góðu víni.

Michel Bettane, GUIDE BETTANE ET DESSEAUVE:

RIEDEL ættin hefur aldrei sett nafn sitt á vínflösku. Samt hefur þessum austurrísku snillingum nánast tekist að bæta upplifun okkar vínáhugamanna meira en nokkur vínframleiðandi hefur gert undanfarin 50 ár.

TIME MAGAZINE:

Um RIEDEL

RIEDEL Kristall var stofnað árið 1756 í hjarta Evrópu og hefur síðan þá verið starfrækt af sömu fjölskyldunni. Í dag er RIEDEL rekið af feðgunum Georg J. Riedel og Maximilian J. Riedel sem eru 10. og 11. kynslóð Riedel fjölskyldunnar. 

RIEDEL hannar og framleiðir hvers kyns drykkjarglös og er þekkt fyrir frumlega, fágaða og tímamótandi hönnun. Mikil áhersla er lögð á fjölbreytileika og framleiðir RIEDEL fjölmargar vörulínur.

Flaggskip vörumerkisins eru þó líklegast vínglösin sem RIEDEL hóf að hanna árið 1958. 

Sagan hófst með Claus Riedel (9. kynslóð) sem breytti sögu vínglasa með hönnun sinni á fíngerðum og fáguðum kristalsglösum með háum stilkum og formfegurð að leiðarljósi. Með hönnun sinni og tilraunum sannfærðist hann um að vín smakkaðist og ilmaði á mismunandi hátt eftir því hvernig skál glassins var löguð.

Þar með hófust frekari tilraunir og hönnun á vínglösum ætluðum sérstökum tegundum vínþrúga.

Claus hannaði þá hina þekktu Sommelier línu RIEDEL. 

Georg, sonur hans, hélt tilraunum og þróun hönnunar áfram.

Við hönnunina og framleiðsluna vann hann náið með vínframleiðendum, vínþjónum, veitingahúsaeigendum og starfsmönnum fyrirtækisins og með þrotlausri vinnu næstu ár á eftir náði hann að sannfæra fagmenn jafnt sem leikmenn um réttmæti hugmyndar þeirra feðga. 

Árið 1986 hófst fjöldaframleiðsla hágæða glasa af þessari tegund sem þá höfðu sannað ágæti sitt og tilgang. Sú lína var ætluð veitingahúsum og var þróuð og framleidd með notagildi jafnt sem formfegurð í huga.

Maximilian, sem tók við æðstu stjórn fyrirtækisins af föður sínum árið 2013, hélt áfram með hugmyndavinnu afa síns og föður og hannaði stilklaus sértæk vínglös. Hann hefur einnig einbeitt sér að hönnun á karöflum og hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir hönnun sína.

Hér má finna upplýsingablað fyrir Performance línuna frá Riedel Crystal á PDF sniði.