Rückl – hágæða tékkneskur kristall

Glerverksmiðja Rückl fjölskyldunnar var stofnuð árið 1866 í Tékklandi og þá bættist eigin hönnun og framleiðsla við þekkingu og reynslu fyrri kynslóða á aðferðum og þróun glerbræðslu.

Listrænn stjórnandi og aðalhönnuður Rückl er Rony Plesl, þekktur á alþjóðavísu fyrir gler- og höggmyndalist sína. Höfuðeinkenni í hönnun Rony Plesl fyrir Rückl er sótt í aldagamla sögu glerlistar Tékklands. Hefðir við hönnun og aðferðir eru uppfærðar að nútíma kröfum og eftirspurn og þannig hefur Rony Plesl og Rückl tekist að skapa afar metnaðarfulla, fágaða og eftirsótta vörulínu.

Tugir útskurðar- og glerlistamanna koma að framleiðslu glasanna í glerverksmiðju Rückl. Framleiðsluferlið felur m.a. í sér að hvert og eitt verk er handblásið í viðarform og síðan handskorið.

Hér má finna upplýsingablað um Rückl á PDF sniði.

Filter