Moomin x Skultuna – Moominmama
Gullhúðaður safngripur úr 316L hágæða stáli
12.490kr.
Moomin x Skultuna línan er lína af safngripum sem framleiddir eru af Skulutuna 1607 í nánu samstarfi við Moomin Characters TM. Í línunni eru vinsælustu karakterar Tove Jansson úr Moomin heiminum.
Þessir einstöku skúlptúrar eru tilvalin gjöf fyrir múmínsafnara og eru sannkallað augnayndi á hillunni, hvort sem þeir eru er einir á báti eða við hlið annarra úr safninu. Hver einasti skúlptúr kemur í vandaðri Skultuna gjafaöskju.
Umhirða: Einungis þarf að strjúka af gripum úr Moomin x Skultuna línunni með blautum trefjaklúti öðru hvoru til að þeir haldist í óbreyttu ástandi um ókomin ár.
Description
Skultuna 1607 var eins og nafnið gefur til kynna stofnað árið 1607 sem látúns verksmiðja Svíakonungs. Skultuna er eitt af elstu starfandi fyrirtækjum í heiminum og hafa alltaf verið þekkt fyrir hágæða vörur.
Stærð: L: 3,4 cm B: 3 cm H: 5,7 cm
Efni: Gullhúðað, hágæða 316L stál