Stonemade borðbúnaður – Fegurð ófullkomleikans

Stonemade var stofnað af hinni austurrísku Katharina Mörz-Heissenberger. Katharina hannar og framleiðir diska og skálar úr marmara og kalksteini. Hver og einn gripur er handunninn og gróflega slípaður sem gefur vörunum hrátt yfirbragð og undirstrikar duttlunga í hönnun efniviðarins af náttúrunnar hendi. Æðar og smærri ófullkomleiki steinsins er hluti af eðli og sögu efnisins, eins konar fullkomnun ófullkomleikans og um leið helsta vörumerki Stonemade. Efniðurinn er sóttur til nágrennis Himalaya fjallanna og er unnin af fagmönnum á svæðinu.

Vörurnar fást í fjórum litbrigðum; hvítum, grænum, gráum og dumbrauðum sem tilvalið er að blanda saman:

Hvítur (Arctic White) er úr marmara.
Grár (Nordic Grey) er úr mjög hörðum kalkstein.
Rauður (Tuscan Red) er úr kalkstein þar sem æðarnar eru úr mýkri stein sem gerir hann einstaklega fallegan, en þó viðkvæmari fyrir mjög mikilli notkun.

Hér getur þú lesið bloggið okkar um einstöku vörur Stonemade.

Lesa meira
Filter

Meðhöndlun
Stonemade er unnið úr 100% náttúrulegum efnivið og af þeirri ástæðu var ákveðið að notast ekki við neins konar efnafræðilegt ferli við framleiðsluna. Vörurnar hafa því aldrei verið glerjaðar eða efniviðnum lokað á neinn hátt.
Með daglegri notkun vörunnar myndast með tímanum skán á yfirborð hennar og virkar sem varanleg vörn gegn óhreinindum.

Stonemade þolir uppþvottavélar en framleiðendur mæla frekar með handþvotti í heitu vatni þar sem efniviðurinn er misharður og gæti verið viðkvæmur fyrir miklum ágangi uppþvottavéla til lengri tíma.
Engin þörf er á sápu eða öðrum hreinsiefnum.
Af og til er gott að bera nokkra dropa af ólífuolíu á vörurnar og leyfa olíunni að síast inn í efniviðinn. Á þann hátt skapast gljái sem ljær vörunum mýkri áferð og tryggir að vörurnar verða fallegri með hverri notkun.

Upplýsingablað

Hér má finna upplýsingablað um Stonemade á PDF sniði.