Terzani – Handgerð ítölsk ljós

Terzani er ítalskt vörumerki sem hefur svo sannarlega tekist að endurskilgreina lúxuslýsingu í hugum margra. Með framsýnum hugmyndum hefur Terzani orðið þekkt fyrir hönnun sem notar form, ljós, skugga og hreyfingu til að endurmóta rými.

Handgerðar vörur þeirra eru á þann veg að hönnun, list, og lúxus mætast í glæsilegu sköpunarverki þar sem hugsað er vel út í hvert smáatriði.

Nicolas Terzani, stofnandi vörumerkisins, og aðal hönnuður þess, er fæddur og uppalinn í Flórens. Hann lítur svo á að fagurfræði sé túlkun á náttúrúlegri fegurð og vill hann að ljósin frá þeim séu framleidd eitt í einu með mikilli umhyggju og vandvirkni. Því er engin furða að hvert ljós sé skúlptúr sem stuðlar að fullu samspili umhverfisins, og heillandi leik ljóssins.

Filter