Zalto

Handblásin kristalglös í hæsta gæðaflokki

Zalto glös hafa áunnið sér sérstakan virðingarsess í hinu alþjóðlega vínumhverfi. Vínglösin, sem framleidd eru í Austurríki, eru vel þekkt og vinsæl meðal bæði vínframleiðenda og vínáhugamanna um heim allan. Þar má sérstaklega geta Denk’Art línunnar sem hefur sett ný viðmið í hönnun vínglasa.

Lesa meira
Filter
  • Universal vínglösUniversal vínglös
  • Axium vínkaraflaAxium vínkarafla
  • Mystique vínkaraflaMystique vínkarafla
  • Bordeaux vínglösBordeaux vínglös
  • FreyðivínsglösFreyðivínsglös
  • Burgundy vínglösBurgundy vínglös
  • HvítvínsglösHvítvínsglös
  • SætvínsglösSætvínsglös
  • BjórglösBjórglös

Zalto – Hið fullkomna vínglas

Í takt við hugmyndafræði fyrirtækisins einbeita hönnuðir þess sér að einni heildstæðri vörulínu, Zalto Denk’Art línunni. Nýjungin í hönnuninni felst í þróun glasa fyrir hverja tegund vínþrúga og vínsérfræðingar hafa staðfest að lögun glasanna hjálpi til við að draga fram séreinkenni hverrar þrúgutegundar fyrir sig.

Með fjölbreyttri lögun glasa tekst fyrirtækinu að heiðra persónulegan smekk viðskiptavina sinna og gera þeim kleift að prófa sig áfram með því að para saman mismunandi vín og þrúgutegundir og mismunandi lögun glasa. Á þann hátt geta viðskiptavinir uppgötvað hvaða glös þeim finnst draga best fram eiginleika hvers víns.

Í nýlegri grein tímaritsins Wall Street Journal, voru Zalto glösin í hópi sex verðlaunahafa í vali á vörum sem þykja það góð hönnun að ógerlegt sé að fullkomna hana, “Unimprovable Award”.

Hér fylgja nokkrar umsagnir alþjóðlegra sérfræðinga um notagildi og gæði glasanna:

“Ég átti ekki von á að betra glas væri fáanlegt … þetta glas er betra. Þar að auki er eitthvað erótískt við það …”
Francois Mauss, President of the ‚Grand Jury Européen’

” … Ég hef verið að gera samanburð á Zalto og öðrum vörutegundum … ég er svo hrifinn að nú þrái ég Zalto glös.”
David Schildknecht, Robert Parker ́s Wine Advocate

“Mér finnst þessi glös best til að ná fram einkennum og uppruna. Ég nota þau á hverjum degi”
Aldo Sohm, ‚Best Sommelier of the World 2008’
Chef Sommelier ‚Le Bernardin’, NY

“Glösin sem helst hafa vakið hrifningu mína undanfarið, frá Zalto … eru þynnstu og fíngerðustu glös sem ég hef séð … og munu gefa hverjum vínelskandi manni aukna dýpt í nálægðina við upplifun vínsins.”
Jancis Robinson, Financial Times

Handblásin

Zalto er samnefnari fyrir mestu mögulegu gæði bæði hvað varðar hönnun og notagildi. Hvert og eitt glas endurspeglar fagmannleg vinnubrögð sem á rætur að rekja til aldagamalla hefða allt aftur til tíma glerlistamanna endurreisnarinnar í Feneyjum. Handunnin fullkomnun er viðmið allra sem koma að framleiðslunni.

Þola uppþvottavél

Þrátt fyrir einstakan léttleika standast Zalto glösin allar nútíma kröfur hvað varðar umhirðu og endingu.

Tær og blýlaus kristall

Afar metnaðarfull þróun efnasamsetningar án notkunar blýoxíðs tryggir vörn gegn skýjun.

Lögun og halli Zalto glasa

Lögun glasanna í 24, 48 og 72 gráður er hönnuð með möndulhalla jarðar í huga. Kveikjan að mismunandi halla og lögun glasanna á rætur að rekja til heimilda frá Forngrikkjum og Rómverjum sem höfðu komist að þeirri niðurstöðu að mat- og drykkjarföng geymdust og smökkuðust betur ef þau voru geymd við ákveðinn halla. Útreikningar þeirra miðuðu við það hvenær sólin næði að snerta yfirborð jarðar á mismunandi tíma dags á hverri árstíð fyrir sig og því voru geymsluílát hönnuð út frá þessum útreikningum.

Hugmyndafræðinar og hönnuðir Zalto tileinkuðu sér þessa aldagömlu hefð við hönnun sína og viðbrögð sérfæðinga hafa ekki látið á sér standa. Reynslan hefur sýnt að mismunandi halli og lögun glasaskálarinnar tryggir að vínið nær betur að endurspegla uppruna sinn og eiginleika á tungu og fyrir nef njótandans.

Handblásin, frumleg og fáguð Denk’Art lína Zalto, sem státar auk þess af sérstakri stilklausri línu,hefur sannað notagildi sitt og vinsældir í yfir 30 þjóðlöndum. Fjölmargir alþjóðlega viðurkenndir vínframleiðendur, veitingahúsaeigendur og vínsérfræðingar treysta á gæði vínglasanna frá Zalto

Hér má finna upplýsingablað um Zalto á PDF sniði.