Gólfmottur

Gólfmottur eru fullkomin leið til lífga upp á rýmið og þær gera auðvitað allt svo mikið huggulegra. Þær geta líka gert gæfumuninn fyrir hljóðvistina! Gólfmottur eiga heima í öllum herbergjum heimilisins.

Í svefnherberginu er tilvalið að hafa mottu við rúmið í sefandi litum til að mynda róandi andrúmsloft. Mjúk og góð motta er klárlega það fyrsta sem þú ættir að stíga á þegar þú stígur fram úr rúminu. Í stofunni er ávallt mjög hlýlegt að hafa mottu við sófann en gott er að velja lit sem brýtur upp heildarmyndina á stofunni. T.d ef veggirnir eru í hlutlausum lit er gaman að hafa mottuna í björtum lit til bæta við smá persónuleika í rýmið.

Hjá okkur fást vandaðar handofnar mottur úr ullar og bómullarblöndu frá danska hönnunarhúsinu Hübsch.

Filter
  • Handofin gólfmottaHandofin gólfmotta